Ég var að lesa bók eftir Alice Sebold sem heitir Svo fögur bein.

Bókin fjallar um 14 ára stelpu sem mætir morðingja sínum einn dag á leið heim úr skólanum. Hún fer til himna þar sem hún fær allt sem hún vill …nema það sem hún þráir heitast, að komast aftur niður á jörðina. Hún fylgist með fjölskyldu sinni og vinum takast á við sorgina, reiðina og söknuðinn sem fylgir því að missa ástvin. En þó með skondnu ívafi. Svo fögur bein fjalla um minningar og gleymsku, lífið og dauðann og hefnd og fyrirgefningu. Sagan sýnir að finna má ljós í myrkrinu þegar þú heldur að öll ljós séu slokknuð. Alice Sebold tekst með hæfni í frásögn að spinna spennandi söguþráð um sársaukafullt efni.

Alice Sebold(höfundur bókarinnar) er fædd árið 1963 og býr nú í Kaliforníu með eiginmanni sínum Glen David Gold sem er líka rithöfundur. Hún kennir í háskóla og er pistlshöfundur hjá New York Times og Chicago Tribune. Svo fögur bein er fyrsta skáldsaga hennar. Aldrei hefur fyrsta bók höfundar fengið eins góðar viðtökur. Bókin komst strax í 1. sætið á metsölulistum og hefur til þessa selst í um 2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og á hinum ýmsu stöðum verið tekið ótrúlega vel jafn gangrýnendur og lesendur.

Ég mæli eindregið með þessari bók. Mér fannst hún vera svolítið flókin á köflum en það jafnar sig.(",)

Kv. Estel