Mig langaði bara aðeins að segja ykkur frá mér og bókaáhuga mínum…Ég er algjör lestrahestur og hef verið síðan ég var lítil. Ég er þannig að ég verð að hafa eitthvað að lesa, ég les alltaf án undartekningar á kvöldin þótt það sé ekki nema ein saga í syrpu eða nokkur Andrés blöð. Ég ætla að segja ykkur smá frá uppáhaldsbókunum mínum :

Harry Potter

Ég held að flestir lestrahestar kannist við þennan merkilega og hugrakka galdrastrák sem bjargar lífum og allskonar…reyndar fannst mér hann vera í soldið vondu skapi í Fönixreglunni, kannski bara á gelgjunni :P

Galdrastafir og græn augu

Þetta er bók sem allir ættu að lesa jafnt ungir sem aldnir…hún er um strák sem fer aftur í fortíðina og flækist inn í þjóðsögurnar þetta er meira bók um hvað hann er að gera heldur en hættur og svoleiðis…. hún er soldið léttmeti en enga síður skemmtileg :D

Við urðarbrunn og nornadómur

Eru bækur um leysingjann Korku Þetta eru bara frábærar bækur sem grípa þig alveg !! Ég mæli eindregið með henni og vildi að það væri til meiri framhald!!

Svalasta 7an

Byrjar soldið asnalega……en er frábær í endann ég klökknaði næstum því :'( en ef það væri ekki þessi kúlismi í henni ættu fullorðnir pottþétt að lesa hana !!hún er þokkalega besta bók Þorgríms Þráinssonar en ég hef lesið þónokkrar bækur eftir hann…

hérna lýkur kynningunni minni vona að allir geti haft gaman af…vil bæta því við að ég fíla ekki spennusögur…..