Skuggasjónaukinn er 3 og jafnframt seinasta bókin í þríleiks Philips Pullman. Hún er lengsta bókin eða 550 bls á skosku og 469 bls á íslensku.
The Amber Spyglass eins og bókin heitir á skosku kom út árið 2000 og hreppti m.a “The Whitbread Book of the Year 2001” í Skotlandi, en engin barnabók hefur unnið þau fram að þessu. Persónulega finnst mér þetta allsekki vera barnabók, ég held að 13 ára sé það yngsta til að lesa hana.
Bókaútgefandinn Point gaf hana út í Skotlandi.

Skuggasjónaukinn kom út á íslensku árið 2002, Anna Heiða Pálsdóttir þýddi hana og er það snilldarlega gert hjá henni. Hún er auðvitað alltaf betri á frummálinu en samt mjög vel þýdd af Önnu Heiðu og Mál og Menning gaf hana út hér á Íslandi.

Ævintýrið heldur áfram en heimurinn virðist á heljarþröm. Faðir Wills er dáinn, Lýra er horfin og Will er aleinn einhversstaðar í Cittágazze-heiminum. Honum hefur verið skipað að fara með Lúmska Hnífinn til Asríels lávarðar. En Will vill auðvitað first finna Lýru. Í fylgd englanna Baruks og Baltamos leggur Will af stað að leita að Lýru, því aðeins sameinuð geta þau hjálpað Asríel lávarði í því mikla stríði sem hann er að búa sig undir.

Þetta er snilldarbók, snilldarlegagerð, af snilldarhöfuni….ef þið hafið ekki lesið hana skuluð þið endilega redda ykkur henni.
./hundar