Margir hafa eflaust lesið Artemis Fowl fyrstu bókina sem segir frá því hvernig ungur glæpa snillingur kemst að öllu um álfa sem búa neðanjarðar og hafa aladrei áður verið fundnir af mönnum. Í þeirri bók platar hann álfana til að fá gull en í þeirri nýju er hann hjálpar þurfi.
Artemis Fowl hefur nú gert öfluga tölvu sem hann setti saman úr tækjabúnaði frá álfunum og ætlar sér að selja hana bandarískum kaupsýslumanni sem er tengdur mafíunni. Hann fer með lifverði sínum Butler sem talinn er ósigrandi, en eitthvað fer úrskeiðis. Þrátt fyrir gáfur Artemis og snerpu og vöðva Butlers nær kaupsýslumaðurinn að stela tölvunni frá honum og koma henni til Bandaríkjanna. Það sem er verst er að Butler er dáinn. Artemis vill ekki gefast upp og setur því Butler í fristi og hefur svo samband við Holly sem er í álfa löggunni. Hún hefur lækningamátt og læknar með honum Butler.
Versti vandinn er að með tölvunni getur maðurinn komist að öllu um álfana, þrátt fyrir það að tenungurinn sé með nær órjúfanlegri læsingu gætu tæknimenn náð að opna hana með tímanum og er því heimur álfa í hættu. Í þakkarskuld fyrir að bjarga Butler ætlar Artemis að hjálpa þeim að ná tölvunni, þau þaulskipuleggja hvernig þau eigi að komast fram hjá strangri öryggisráðstöfunum sem er ekki einfalt sérstaklega þar sem Butler er ekki eins öflugur og áður. Þrátt fyrir allt þetta tekst þeim í sameiningu og með hjálp systur Butlers og yfir tæknimanni álfa að brjótast í gegnum örryggiskerfið.
Þetta er þrælgóð bók sem allir ættu að lesa sem hafa lesið þær fyrri.