Þetta er fyrsta bókinn af þrem og fjalla þær um ferðalag Lýru sem fær hjálp frá fólki og öðrum verum.
lÝra sem elst upp í Jórdanskóla á Englandi í fullkomnu skjóli og öryggi þar til dag einn fara börn að hverfa, þar á meðal besti vinur hennar Roger sem þjónaði í eldhúsi. Hún ákveður að leita að honum og ætlar ekki að hætta fyrr en hún finnur hann. Leið hennar leiðir til þess að hún stefnir til myrkursins í norðri, þar kynnist hún þar á meðal brynjubyrni og nornir. Þarna kemst hún að því að þarna eru gerðar hræðilegar tilraunir á krökkum til að reyna að opna hlið á milli þeirra heims og annars heims sem vísindamaður uppgötvaði.
Þessi ferð var ekki einföld og fékk hún meðal annars hjálp frá sígaunum sem höfðu orðið verst fyrir barðinuu á barnaræningjunum. En það sem hjálpaði henni mest var gylti áttavitinn sem hún fékk í byrjun ferðalagsins, með áttavitanum getur hún séð hvað er að gerast, hvað á eftir að gerast og það sem er mikilvægast er að hún getur spurt hann hvað hún ætti að gera og hvert hún ætti að fara.
Áttavitinn er samansett ur úr þrem vísum sem fljúga á milli lítilla tákna sem gefa vísbendingar og eru aðeins örfáir sem geta lesið eitthvað út úr táknunum(ein þeirra er Lýra).