Didda dojojong og Dúi dúgnarskítur Hæhæ, núna ætla ég aðeins að fjalla um barnabókin “Didda dojojong og Dúi dúgnarskítur. Höfundur bókarinnar er Einar Kárason og útgefandi er Mál og Menning.

Það byrjar þanning að innbrotafaraldur hefst í hverfinu sem þau Dúi og Didda eiga heima. Dúi var einu sinni einn besti vinur Leós ljónhjarta en hann var foringi krakkana í hverfinu, fyrirliði knattspyrniliðsins Pólastjörnunar, bíóstjóri í kvikmyndasýningum vaskahússins, hljómsveitarstjóri bítlarhljómsveitarinnar Hinir Syngjandi Bláu Nankinsbuxur (sem til stóð að stofna) og höfðingji indjánaflokksins Vísundar Klambratúnsins. Svo þegar pabbi hans Dúa, Kristján, fór í slag við pabba hans Leós, Hólmgeir, á seinasta gamlaárskvöldi sem endaði með því að Kristján kyldi Hólmgeir í ennið þá útilokaði Leó Dúa úr hópnum. Og þar sem Leó var foringi krakkana þá gat hann kallað alla það sem hann vildi og byrjaði að kalla Dúa Dúa Dúgnarskít (engin veit af hverju). Dúi verður þá út undan í nokkra mánuði þangað til að hann hittir Diddu dojojong. Þau tvö fara saman niður í Öskjuhlíðina að skoða hella og leynigöng. Þegar þau koma þangað finna þau göng og fara inn hann. Þau heyra mann segja: ”Drullaðu þér með þetta strax!“
Þau ætluðu aftur úr göngunum en þá missir Didda vasaljósið sitt svo þau hætta við og fara aftur til baka. Svo heyrðu þau að einhver sagði: ”Heyrðu, heyrna er vasaljós.“ ”Má ég sjá“ sagði önnur rödd. ”Þetta er ekki eftir okkur“ ”Já, ég sagði þér að það hefði verið eitthvert traðk við opið.“ Didda og Dúi fara lengur inní göngun þegar þau heyra þetta í von um að finna aðra útgönguleið. Þau finna herbergi með borði, og á borðinu voru töskur og etthvert drasæ, sem stirndi og glampaði á.
Didda og Dúi höfðu fundið ránsfeng þjófana sem höfðu verið að geysa í hverfinu. Þau finna enga aðra útgönguleið svo þau fara til baka sömu leið og þau komu. Didda tók með sér eina af þessum töskum sem voru á borðinu en þegar þau koma að opinu stekkur maður ofan á Dúa en Didda nær að sleppa. Maður í svörtum fötum eltir hana. Hún flyr að hverfi sem heitir ”Pólar" en þar búa flestar fylliraftar, m.a. þeir Rabbi rabbabari og Jón kameljón. Ef þú vilt vita endin þá skaltu endiælga lesa þessa spennandi sögu.