Englar Alheimsins, Páll og vinir hans Hér á eftir ætla ég að segja aðeins frá Páli og vinum hans sem hann kynntist á Kleppi og utan hans.

Páll, sem er aðalpersóna sögunnar, var ekki mjög óeðlilegur sem barn, fyrir utan einstaka prakkarastrik. En um 15 ára aldur var hann sendur í sveit eitt sumar og þegar hann koma aftur úr sveitinni var allt breytt. Hann var búinn að eignast nýtt systkin, allir vinir hans voru breyttir, byrjaðir að reykja, farnir að ganga í leðurjökkum og háhæluðum skóm. Páli fannst hann ekki passa inní og byrjaði að loka sig af. Honum fannst að engum þætti vænt um hann og leið mjög illa. Smátt og smátt byrjaði hann að verða geðveikur og um 20 ára aldur var hann settur inn á Klepp í fyrsta sinn. Seinna varð hann mjög mjög viðkvæmur og fannst allir vera á móti sér, mætti segja að hann væri orðinn ofsóknaróður. Þegar hann komst út af Kleppi flutti hann í öryrkjablokk og endaði ævi sína þar þegar hann framdi sjálfsmorð 49 ára að aldri.
Rögnvaldur var einn besti vinur Páls og voru búnir að þekkjast mjög lengi. Rögnvaldur var forspár og spáði hann m.a. fyrir því að ein kærasta Páls myndi hætta með honum og giftast einhverjum ríkum karli, sem gerðist. Rögnvaldur var gáfaður og lærði að vera tannlæknir. Hann eignaðist fjölskyldu, flott hús og bíl. En því miður var hann þunglyndur og hengdi sig. Páll varð mjög sorgmæddur þegar mamma hans sýndi honum minningargreinina og grét. Hann skildi ekki afhverju hann hefði hengt þar sem hann lifði svo góðu lífi.
Óla Bítli, ásamt Viktori og Pétri, kynntist Páll á Kleppi þegar hann var lagður fyrst inn. Óli var mjög einfaldur og og góður. Hann hélt því fram að hann hefði samið öll bítlalögin og sent þau til Bítlanna með hugskeyti. Hann var alltaf að senda Ringo Starr, trommuleikara Bítlanna, bréf þar sem hann bað hann um Ludwig trommusett eins og hann spilaði á í Bítlunum. Hann hringdi oft til systur sinnar til að fá hana til að segja sér frá ferð sem þau fóru einu sinni í, svo sagði hún frá og hann sat og hlustaði dolfallinn.
Þegar Pétur var lítill drukknaði pabbi hans og varð Pétur mjög leiður og saknaði hans mjög mikið. Alla daga sat hann niðri á bryggju og beið eftir pabba sínum og einn dag kom trilla í höfn, þá stökk hann útí og var næstum því drukknaður. Hann eignaðist kærustu og hún varð ólétt. Hún kom og heimsótti hann á Klepp þegar það var nýbúið að leggja hann inn. Þá gekk hann bara fram og til baka og þorði ekki að tala við hana. Hann var með Kína á heilanum og sagðist hafa skrifað doktorsritgerð um Schiller og sent hana til Kína. Einn daginn fóru hann, Páll og Brynjólfur, sem var gæslumaður á Kleppi, útí Háskóla að gá hvort ritgerðin hans hefði verið send þangað, svo var ekki. Í leiðinni gengu þeir fram hjá heimili kærustu Péturs og litu á dóttur hans. Nokkrum dögum seinna, um nótt braust Pétur út og gekk út í sjó og drukknaði.
Viktor var mjög gáfaður og þá meina ég mjög! Hann var búinn að vera í námi í mörgum góðum háskólum og hann gat þulið upp úr sér heilu Shakespeare leikritin á staðnum. Þegar hann var í námi úti í Bretlandi komst hann yfir gamlar plötur sem innihéldu gamlar ræður haldnar af Hitler og varð hann alveg heillaður af honum. Hann byrjaði að ganga í eins fötum og Hitler, haga sér eins og Hitler. Það eru tvö atriði sem mér finnast eftirminnileg um hann. Eitt af þeim er þegar hann fór í Landsbankann og ætlaði að taka lán hann kom svo vel fyrir að bankastjórinn lét hann hafa lán án votta. En það var bara eitt þegar Viktor átti að kvitta fyrir láninu, skrifaði hann Adolf Hitler í staðinn fyrir Viktor. En þegar leysa átti út ávísunina fór gjaldkeri yfir samninginn og sá að nafnið sem Viktor gaf upp passaði ekki við undirskriftina og fór þá allt útum þúfur. Hitt atriðið var þegar Páll, Viktor og Óli áttu að fara í jarðarför Péturs en fóru á Grillið á Hótel Sögu. Þar pöntuðu þeir allt það fínasta á matseðlinum og þegar þeir voru búnir að borða skrifaði Viktor á reikningin þessi frægu orð, “Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsmalegir að hringja á lögregluna strax. Þetta var ákaflega ánægjuleg máltíð”. Þeir voru sóttir af lögreglunni sem flutti þá á Klepp.

Í bókinni eru margar aðrar áhugaverðar persónur en ég ákvað að skrifa bara um þessar því annars myndi þetta verða margar blaðsíður og alltof langt.