Bókin Riddarar Hringstigans er skrifuð af rithöfundinum Einari Má Guðmundssyni. Einar er fæddur 18 september, 1954 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975 og BA prófi í bókmenntum og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann bjó í Kaupmannahöfn í 6 ár og stundaði framhaldsskólanám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Fyrsta bók Einars Más , ljóðabókin Er nokkur í kórónafötum hér inni, kom út 1980. Árið 1985 fékk hann fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins fyrir skáldsöguna Riddarar Hringstigans, sem ég ætla að fjalla um hér á eftir. Hún hefur verið þýdd yfir á fjöldamörg tungumál og fengið góða dóma hjá flestum gagnrýnendum.

Riddarar hringstigans fjallar um ungan dreng að nafni Jóhann Pétursson, hann býr í blokk og fyrir neðan hann í kjallaranum býr besti vinur hans, Óli. Jóhann þessi er mikill prakkari og gerir hann margt af sér í sögunni. Bókin byrjar á því að Jóhann er að hlaupa niður stigann heima hjá sér með klaufhamar sem hann stal frá pabba sínum. Úti situr Óli vinur hans, Jóhann hleypur að honum og lemur hann í hausinn. Óli fer að gráta og hleypur inn. Jóhann sér mjög eftir þessu og fer daginn eftir heim til Óla til að segja fyrirgefðu. Óli vill ekki fyrirgefa honum og bannar Jóhanni að koma í afmælið sitt sem er daginn eftir. Jóhann móðgast mjög og finnst hann vera búinn að borga fyrir sig með blöðrunum sem hann gaf Óla. Jóhann myndi aldrei sleppa afmælinu hans Óla af því að afmælin hans eru þau skemmtilegustu í götunni. Þau eru skemmtilegust af því að frændi hans sem er lögga og mikill íþróttamaður kemur og leyfir þeim að þukla á vöðvunum á sér.

Jóhann ákveður að fara samt í afmælið og fær 25 króna seðil frá mömmu sinni til að kaupa afmælisgjöf. Þegar Jóhann kemur í leikfangabúðina sefur leikfangasalinn í ruggustól bak við afgreiðsluborðið. Þá hugsar Jóhann sér að stela dóti, hann stelur grænum Jagúar matchboxbíl, til að gefa Óla, og nokkrum öðrum hlutum. Þegar Jóhann er kominn út úr búðinni verður hann svo hræddur að hann pissar á sig. Hann felur svo dótið í geymslunni heima hjá sér en setur seðilinn í baukinn sinn.

Næsta dag er Jóhann mættur í sparifötunum fyrir framan heimili Óla með matchbox bílinn pakkaðann inn. Óli hleypir honum inn og þeir fara og leika sér saman inni í herberginu hans Óla. Allt í einu er bankað á útihurðina og inn kemur Garðar vinur þeirra, næst kemur Jón í afmælið, einnig koma Finnur, Gylfi, Rebbi og Gunni og margir fleiri. Engum stelpum er boðið bara strákum. Jóhann segir Gylfa að koma fram, þar taka þeir nokkra skó og setja í miðstöðvarketilinn. Í afmælinu segir Jón frá því að bróðir hans sem vinnur í bakaríinu hliðina á leikfangabúðinni hafi séð þann sem stal dótinu úr leikfangabúðinni. Jóhann verður mjög hræddur þegar frændi Óla úr löggunni kemur og heldur að hann ætli að handtaka hann. Þannig að hann læsir sig inni á klósetti og kúkar og kemur svo fram þar standa þrjár löggur ásamt frænda Óla. En sem betur fer eru löggurnar ekki að ná í Jóhann, löggurnar fara inn í stofu og fá sér að borða.

Á meðan fara strákarnir inn í herbergið hans Óla þar skellir Jóhann skál á hausinn á Jóni. Jón heldur að frændi Óla, sem er í afmælinu, hafi gert það og ræðst á hann. Þegar þeir slást rifnar sængin hans Óla og það fer fiður út um allt. Fyrir utan herbergið hans Óla standa Jóhann og Gylfi, Jóhann fær Gylfa til að læsa herberginu hans Óla og segir honum svo að setja lykilinn í vasann sinn. Þegar þeir sem eru inni í herberginu upgötva að herbargið er læst verða þeir brjálaðir og vilja komast út. Mamma Óla kemur og tekur lykilinn af Gylfa opnar og þrífur herbergið. Löggurnar fara fram og glíma, þegar ein glíman er í gangi tekur ein löggan, sem er að glíma, hina lögguna og kastar henni upp og brýtur ljós. Þegar búið er að skipta um peru fara löggurnar í sjómann og krók við alla strákana. Þær vinna alla en þegar komið er að Jóni verður Jón alveg brjálaður af því hann vill ekki tapa. Hann vinnur lögguna í sjómann en tapar í krók og klikkast og bítur lögguna í puttann. Pabbi Óla kemur heim úr vinnunni og finnur brunalykt af skónum sem Jóhann og Gylfi hentu í miðstöðvarketilinn, þeir slökkva eldinn allir fara heim eftir skemmtilega afmælisveislu.

Þegar Jóhann kemur heim vill hann fá að fara út, það leyfa foreldrar hans honum. Jóhann, Garðar og Óli hittast og fara að leika sér með netakúlu sem Óli á. Tveir eldri strákar taka af þeim netakúluna og brjóta hana. Svo fara þeir með stelpu út í garð, hún er lauslát og þau fara út í garð til að fara upp á hana. Seinna mæta þeir þrír Finni og Jóni, Jóhann og Jón fara að rífast og slást. Þegar þeir hætta að slást fara þeir allir að leika riddara, þeir fara inn í nýbyggingu til að reykja og skylmast. Þeir labba upp tröppurnar í húsinu þegar þeir eru komnir dáldið upp dettur garðar niður stigaopið. Allir verða þeir mjög hræddir, Jóhann hleypur niður og lætur mömmu hans Garðars vita hvað gerðist, hún hringir á sjúkrabíl. Jóhann gengur á stað heim, fyrir utan heimili sitt hittir hann mömmu sína sem skammar hann fyrir að koma svona seint heim. Jóhann er enn í sjokki eftir að Garðar datt og segir mömmu sinni hvað gerðist.

Þegar Jóhann vaknar næsta morgun fer hann heim til Garðars og kemst að því að Garðar sé dáinn. Þá bregður Jóhanni því hann hélt að Garðar væri bara með plástur yfir auganu og allt í lagi. Seinna kemur lekfangasalinn og sonur hans heim til Jóhanns og segir foreldrum Jóhanns frá því að hann hefði stolið dótinu Jóhann verður mjög hræddur og nær í dótið og borgar fyrir bílinn sem hann gaf Óla.

Bókin Riddarar Hringstigansfjallar mjög mikið um það hvað allt illt kemur aftur í bakið á okkur t.d. að Jóhann barði Óla í hausinn og Óli bannaði honum að koma í afmælið sitt eða þegar Jóhann stal dótinu og leikfangasalinn kom heim til hans og hann varð skammaður.