Kjalnesinga saga gerist á landnámsöld fyrir siðaskiptin þegar goðatrú var alsráðandi. Sagan á sér stað á Kjalarnesi sem var þá allt skógi vaxið.
Kjalnesinga saga er aðallega um Búa Andríðsson og ævintýri hans. Ekki er Búa vel lýst í bókinni en ég mundi lýsa Búa sem stórum og sterkum manni sem alltaf var vanur að fá sitt framgengt.
Aðal kvenpersónan sem kemur fram í sögunni er Esja sem var ekkja og bjó að Esjubergi og var oft sagt að hún væri forn í brögðum , hjálpaði hún Búa oft og gaf honum góð ráð.


Leikarnir og Esja

Fyrsta konan sem Búi kynntist aðeins sem kornabarn var Esja því hún tók hann í fóstur . Hún ól hann upp að kristnum sið sem ekki margir gerðu í þá daga held ég að það hafi mótað hann mjög mikið. Seinna meir þegar Búi var aðeins tólf vetra gamall var honum stefnt fyrir rangan átrúnað og hann dæmdur sekur skógarmaður en var honum alveg sama og lét alveg sem áður.
Esja fósturmamma Búa hafði alltaf viljað að Búi fengi Ólöfu hina vænu fyrir konu var hún dóttir Kolla og Þorgerðar .
Sendir Esja Búa á leika í Kollafirði þar sem Ólöf var. En hann er ekki sá eini sem var að spá í Ólöfu. Þar var líka norskur stýrimaður Örn að nafni og einn annar sem Kolfinnur hét.




Bardagarnir um Ólöfu

Mennirnir berjast til að vinna hylli Ólafar og sigrar Búi þá. Þess vegna fékk hann Ólöfu og fer með hana til Esjubergs og var Esja mjög fegin að sjá hana. En ekki gefst Kolfinnur upp og vill berjast aftur en ekkert varð úr því .

Noregsferð

Búi ákveður að fara til Noregs að hitta Harald hárfagra og reyna að fá afnumin skógarmanns dóminn.
Haraldi finnst Búi hafa unnið skaðræðisverk því á Íslandi brenndi hann hof sem maður sem hét Þorgrímur átti og drap son hans og vill hann láta Búa bæta fyrir það með því að ná í tafl til fóstra síns Dofra sem var tröll.

Draumadísin Fríður?

Búi dvelur hjá Dofra og kynnist dóttur hans, Fríði og gerði hana ólétta. Fríður vildi að ef barnið væri drengur mundi Búi taka strákinn er hann væri tólf vetra gamall annars mundi hann hljóta illt af.
Þarna finnst mér Búi bara vera að nota Fríði en henni er alveg sama um Búa og leyfir honum að fara. Þá fer Búi aftur til Haralds og leggur hann fyrir Búa nokkur verk sem hann þarf að leysa.


Heima er best.

Þegar Búi er búinn að gera upp syndir sínar fer hann aftur heim til Íslands. En þegar hann kemur til baka er margt búið að breytast ekki endilega til hins betra t.d er barnið hans og Ólafar komið í fóstur hjá Esju og Kolfinnur búinn að taka Ólöfu.
Búi drepur Kolfinn og bjargar Ólöfu, en áttar sig svo á því á hann vill hana ekki aftur því honum finnst Kolfinnur hafa spillt henni.
Því verður Ólöf bara ein og yfirgefin, en Búi fær sér unga og nýja konu. Heitir hún Helga og er dóttir Þorgríms. Eins og áður var sagt voru Búi og Þorgrímur miklir óvinir.
Að lokum ná Búi og Þorgrímur fram sáttum og Búi og Helga giftast og eignast tvo drengi og eina stúlku.


Sagan endar þar sem allt í einu birtist tólf ára væskilslegur gutti að nafni Jökull.
Segist hann vera sonur Búa og Fríðar sem hann var en ekki vill Búi kannast við það því honum finnst strákurinn of væskilslegur til að
vera sonur hans en hann vill að þeir glími og slasast Búi alvarlega og lifir í þrjár nætur en deyr síðan.
Fannst mér konurnar í lífi Búa ekki skipta hann miklu máli t.d Ólöf var ekki mjög sjálfstæð og Fríði var alveg sama um hann. Ekki gildir það sama um Esju var hún mjög sterkur persónuleiki og í raun stjórnaði hún Búa.
Mér fannst Esja eiginlega skemmtilegasta persónan. Hún var mikill kvenskörungur og hafði áhrif miðað við konur á þessum tíma. Hefðu þær Ólöf, Fríður og Helga sem reyndar ekki var mikið sagt frá mátt vera örlítið líkari Esju.
Var Kjalnesinga saga mjög krefjandi, en þegar maður komst vel inn í hana var hún skemmtileg.