Hér kemur smá umfjöllun um Guðrúnu Ósvífursdóttur úr Laxdælu ;o)


Guðrún var elsta barn foreldra sinna. Hún var talin falleg og skartgjörn, greind og kunni vel að koma fyrir sig orði. Eitt sinn er hún var 13-14 ára gömul hitti hún mann hjá Sælingsdalslaug, Gestur að nafni. Hann var talin vitur maður og bað hún hann að ráða fjóra drauma sem henni hafði dreymt. Hann vildi gera það. Þegar hún hafði sagt alla draumana sagði hann að þeir þýddu allir það sama. Hann sagði að hún mundi giftast fjórum sinnum. Fyrsti draumurinn benti til þess að fyrsta mann hennar mundi hún skilja við, sá annar mundi drukkna, þriðji mundi vera veginn með vopnum og fjórði mundi einnig drukkna. Guðrún átti svo eftir að komast að því að Gestur hafði rétt fyrir sér. Guðrún giftist manni að nafni Þorvaldur þegar hún var 15 ára. Hann skildi hún við. 2 árum síðar, þegar Guðrún var 17 ára giftist hún manni að nafni Þórður. Þórður drukknaði og þótti Guðrúnu mikið um andlát hans. Svo kynntist Guðrún Kjartani og urðu þau mjög fljótt ástfangin. Kjartan fór svo í 3 vetur til Noregs og Bolli fóstbróðir hans með honum. Bolli fór svo heim á undan Kjartani og var hann mjög ástfanginn af Guðrúnu og bað hann hennar. Hann sagði henni að Kjartan væri hrifin af dóttir konungsins í Noregi svo að Guðrún reiddist og ákvað að giftast Bolla.
En Bolli hafði verið að ljúga…Þegar Kjartan kom heim og frétti að Bolli hefði logið uppá hann og gifst Guðrúnu reiddist hann mjög. Margt gerðist og eitt af því var að Kjartan réðst að bæ Guðrúnar og Bolla og lét loka fyrir bæjardyr þannig að fólk komst ekki á salerni.
Guðrún eggjaði svo bræður sína til að drepa Kjartan og spurði þá hvort að þeir ætluðu að leyfa honum að svívirða þá svona. Svo gerðist það að Bolli og bræður Guðrúnar réðust að Kjartani og veitti Bolli honum banasár en sá svo eftir því. Guðrún var ánægð með það sem hún heyrði og var hún þá feginn að Hrefna, eiginkona Kjartans færi nú ekki hlægjandi í rúmið. Bolli reiddist henni fyrir að segja eitthvað svona. En svo gerðist það að Þorgerður, móðir Kjartans, vildi hefna hans og vildi hún drepa Bolla. Þá fóru bræður Kjartans, Steinþór og Halldór, með 7 öðrum mönnum og réðust að Bolla þegar hann var einn í seli. Helgi Harðbeinsson var einn af þessum mönnum og var það hann sem veitti bolla banasár sitt. Guðrún hugðist hefna…


Nokkru eftir dauða Bolla fluttist Guðrún að Helgafelli.
Þar bjó hún með sonum sínum tveimur sem hún hafði eignast með Bolla, Þorleik og Bolla Bollasyni.
Þar kynntist hún líka manni, Þorgilsi Höllusyni og varð hann ástfanginn af henni. Hún kynntist líka Þorkeli Eyjólfssyni sem hún varð ástfangin af og vildi giftast. En Þorkell vildi ekki giftast henni því að hann vildi ekki vera eiginmaðurinn sem þyrfti að hefna Bolla fyrir Guðrúnu. En Guðrún var æst í að hefna Bolla og bað hún Þorgils að hjálpa sér. Hann sagðist gera það ef að hún mundi giftast honum. Guðrún lofaði því með prettum…Svo gerðist það að menn lögðu af stað í hefndarförina. Í henni voru Þorgils, Bolli Bollason, Þorleikur og fleiri menn. Þeit náðu Helga einum og Bolli Bollason, sem var aðeins tólf ára gamall, veitti honum banasár sitt. Guðrún var ánægð með þetta. Þegar komið var heim vildi Þorgils fá það sem hann vildi, að giftast Guðrúnu. En Guðrún vildi ekki giftast honum. Hún vildi giftast Þorkatli og eins og Guðrún var fékk hún því auðveldlega fram…Þorgils var reiður og Guðrún reyndi að bæta honum upp með gjöfum en hann vildi ekki þiggja þær. Hann lést svo nokkru síðar. Guðrún var hamingjusöm með Þorkatli og eignuðust þau soninn Gelli. En svo gerðist það að Þorketill drukknaði á leið sinni frá Noregi. Þótti Guðrúnu mikið um áfall hans. Nú voru allar spár Gests búnar að rætast…Þegar Guðrún var eldri gerðist hún trúarkona mikil og var mikið í kirkju. Var hún líka fyrst nunna og einsetukona á Íslandi. Eitt sinn þegar Bolli kom í heimsókn til móður sinnar var hann forvitinn og vildi fá að vita hvern hún hefði elskað mest af öllum mönnunum sem hún hefði verið með. Þá mælti Guðrún: “Þeim var ég verst er ég unni mest”