smá ritgerð um víg Vésteins í Gíslasögu


Sagan er að mestu leiddi á íslandi en aðeins í noregi aðalpersónur eru Gísli Súrsson, Auður Vésteinsdóttir, Þorkell (bróðir Gísla), Þorgrímur og Ásgerður. Ég ætla að fjalla um það þegar Vésteinn var myrtur og hvers vegna og afleiðingar þess.
Sagan byrjar í Noregi þar sem í dal sem hét Súrnardalur á 10. öld. Þorkell skerauki átti þrjá syni og þeir hétu: Þorbjörn sem giftist Þóru, Gísli (ekki Súrsson) og Ari sem var giftur Ingibjörgu. Þorbjörn og Þóra áttu þau Gísla Súrsson, Ara, Þorkel og Þórdísi. kona Gísla var Auður dóttir Vésteins sem bar viðurnefnið austmaður hann var giftur Hildi Bjartmansdóttur og áttu þau annan son sem Hét Vésteinn Vésteinson.
Gísli Súrson,Vésteinn, Þorkell og Þorgrímur voru fóstbræður, en Þorgrímur hætti við vegna þess að hann vildi ekki vera í fóstbræðralagi með Vésteini því það væri nógu erfitt að vera með Gísla og Þorkatli. Gísli og Þorkell voru saman að vinna í Haukadal og er Þorkell mjög latur hann gerir ekki neitt og sefur bara og liggur í leti svo að verkin fara öll á Gísla. Einn dag var Þorkell inni á bæ sofandi og þegar hann vaknar heyrir hann Ásgerði og Auði tala saman um ástarmál þeirra og biður Ásgerður Auði að sauma peysu á Þorkel en Auður svaraði neitandi. Ásgerður viðurkenndi að vera hrifin af Vésteini og þá kemur Þorkell fram og segjir að einhver muni deyja, þá segir Ásgerður: “Oft stendur illt af kvennahjali.” En sættust Þorkell og Ásgerður þá að lokum, Gísli fréttir þetta og verður órótt. Einn daginn fréttist að Vésteinn væri kominn til Íslands og og sagði Gísli húskörlum sínum þeim Hallvarði og Hávarði að fara til Vésteins og vara hann við og koma ekki, hann sendi pening með sér til að telja honum trú. Hann segir við Hallvarð og Hávarð að þeir séu of seinir og fara þeir þá aftur til Gísla og segja honum frá atburðinnum. Vesteinn fór að hitta frænku sína í Gemlufjalli og hún varar hann við líka en hann yrðir ekki á hana. Vésteinn fékk nokkrar viðvaranir í viðbótum að hann ætti að vara sig en hann yrti bara á fólk. Gísli er alltaf að fá drauma sem hann sér fyrir víg Vésteins. Vésteinn kemur í Haukadal og er hann þar um skeið. Svo eitt kvöldið var mikið óveður og Gísli og nokkrir menn fara og reyna að binda niður heyjið. Svo varð morðið framið, Vésteinn var stungin með spjóti og horfði sökudólgurinn strax í burtu. Þegar Ásgerður kemur að honum segjir hún Þórði (þræl hennar) að taka spjótið úr Vésteini, Þórður neitaði. Regla var þá að sá sem tæki spjót úr sári einhvers var skyldugur til að hefna fyrir verknaðinn. Síðan endaði á því að Gísli tók spjótið úr Vésteini. Gísli tók að sér að sjá um útförina. Guðríður var send til sæbóls og gá að aðstæðum þar. Þegar hún kom til baka sagði hún að Þorgrímur hefði verið vel vopnaður í herklæðum. Mikið var að fólki í jarðarförinni og þar á meðal Þorgrímur og Þorkell. Þorgrímur batt á Véstein skó í útförinni. Gísli hafði fengið drauma um þetta undanfarið og sagði svo frá, Í þessum draumi kemur höggormur og vargur frá sama bæ og þeir myrða svo Véstein. Þorkell biður Gísla að sættast og tekur Gísli við því. Seinna varð veisla bæði hjá Þorgrími og Gísla og platar Gísli Geirmund þræl Þorgríms til að hjá Þorgrími opna í kvöld og gerir hann það. Seinna um kvöldið kom Gísli inn á Sæból þar sem Þorgrímur var og gengur að bóli hans og stingur hann. Eftir vígið kemur Gísli aftur inná bæ sinn og hleypir Auður honum inn hann vill ekkert segja henni. Þegar menn Þorgríms koma á bæ Gísla spurja þeir um atburðinn, Gísli segjist ekketr vita. Þorkell bjargaði nokkurn veginn Gísla með því að fela skó hans.
Nú verður Gísli orðinn útlagi, Börkur hinn digri lætur Þorgrím NEF að láta bölvun á morðingja Þorgríms en hún fólst í því að enginn gæti hjálpað Gísla. Gísli flýr af stað með Þórði þræli sínum og þegar hann sér menn koma ríðandi segir hann við Þórð að hann megi eiga kápuna sína og að hann mætti hvíla sig á hestunum. Svo þegar mennirnir nálgast segir hann þórði að fara upp í hraun í felur en Gísli hélt áfram. Héldu þá mennirnir að Þórður væri Gísli og öfugt. Tveir menn elta Gísla en þó nokkrir fara á eftir Þórði, þeir ná Þórði og drepa hann. Gísli drap einn mann en hinn flúði. Fer þá Gísli aftur til Auðar og sækir hana og byggir sér hús í Geirþjófsfirði.