Nýja bókin hans Arnalds Indriðasonar, Bettý, er komin í verslanir, en ég fékk hana á bókasafni núna í gær:P Það lýsir henni ansi mikið vel hve fljót ég var að lesa hana, örfáar klst. Já, þetta er ein af spennu sögunum hans, og mikið í þeirra stíl. Jafnvel þó að bókin sé ekki frá sjónarhóli Erlendar eins og var í Mýrinni, grafarþögn og flestum sakamálabókunum hans:) Reyndar kemur Erlendur fyrir í eimm málsgrein og er þá verið að vitna í annað mál.
Bettý er sem sagt sögð út frá sjónarhóli “glæpamannsins” þ.e. manneskjunni í varðhaldi.´
Mér finnst þetta takast vel út hjá honum Arnaldi jafnvel þótt að hann hafi verið að prufa nýjan stíl, þetta heldur alveg spennu og svona. Reyndar held ég mikið upp á Erlend og finnst mun skemmtilegra að fylgjast með rannsókninni þaðan, frá löggunni eða rannsóknaraðila. Þessi týpíski spennusagna-stíll:P
Ég vil ekkert gefa of mikið uppi um söguþráðinn því að ýmislegt mjöööög óvænt gerist, og ég vil ekki skemma fyrir ykkur;) Lesið og kommist að….en ég get þó sagt að þetta tengist glæp, lögfræðingi og konu að nafni Bettý (svo líst af lögfræðingnum:hún birtist einn daginn í aðskornum kjól og með litla gullkeðju um ökklann. Og þegar að hún brosti…(sjá.kápu)
En þessi bók tekst samt alveg mjög vel hjá honum. Og því hvet ég alla sem hafa gaman að bókunum hans, sakamálasögum eða bara bókum yfirhöfuð!!