Þessi bók sem heitit fjósakötturinn Jáum segir frá, er eftir Gustav Sandgren! Ég býst ekki við því að margir hafi lesið hana enda er löngu síðan hætt var að gefa hana út!

Bókin segir frá fjósaketti sem heitir Jáum og þegar hann hittir flækingsköttin Max sem segist hafa farið kringum allan heimin til að leita eftir Gullurriðanum sem er fiskur af gulli sem var einu sinni kattarpirinsessa sem var sett í álög! Aðalpersónurnar eru Jáum, Max, litla músin Karólína, broddgölturinn Felix, hanin Krokkur og hænurnar hans 12 og svo refurinn! Þeir Jáum beita ýmsum bellibrögðum til að stoppa refin frá að borða hænurnar hans Krokks með því að nota snilldarhugmyndir Max! Refurinn kemst að því að Max stendur bak við öll þessi brögð sem beitt höfðu verið á hann og rænir hann Max og ætlar að borða hann! Ef þið endilega viljið vita endin þá lesið endilega bókin!

Mér finnst óhætt að mæla hiklaust með þessari bók handa öllum krökkum 6-12

Reyndar sá ég svolítið á netinu um tvær bækur til viðbótar um þá Jáum og Max sem nefnast “Stórkoslegu ævintýri Jáums” og “vandræðalegu jólin hans Jáums”

Góða skemmtun til allra þeirra sem ætla að lesa bókina