Ég var í sumarfríi á Spáni og las bækurnar Sabriel, Lirael og Abhorsen þegar ég lá á ströndinni. Þær voru hreint frábærar. Höfundurinn er Garth Nix.

Í fyrstu bókinni sem er í raun sjálfstæð og hefur lítil áhrif á bækur 2 og 3, fyrir utan nokkrar persónur sem koma í þeim öllum. Sabriel býr í landi sem heitir Ancelstierre (Nokkurn veginn eins og England) og er í skóla sem heitir Wyverly. Þar sem að skólinn er bara örstutt frá Veggnum er mögulegt að kenna þar galdra. Hinum megin við vegginn er hið dularfulla Forna konugsríki (The Old Kingdom). Sabriel er þaðan og á þar faðir sem heitir Abhorsen. Hún á að taka við af honum sem Abhorsen en er í Ancelstierre til að forðast hættu.
Bókin hefst á því að lítil stúlka í Wyverly týnir kanínunni sinni. Hún fer og eltir hana út um allt en Sabriel finnur hana fyrst, dauða. Trukkur hafði keyrt yfir hana. Sabriel lífgar kanínuna við rétt áður en stúlkan klifrar yfir grindverkið til hennar. Dautt skrímsli kemur inn í skólann kvöld eitt. Sabriel fer inn í Dauða (heimurinn þar sem dauðir halda sig, eða ættu að halda sig. Hann er samansettur úr sjö hliðum og eftir að maður fer aftur fyrir það sjöunda er yfirleitt ómögulegt að komast til baka.) og fær frá því skilaboð, rétt áður en hún sendir það aftur.
Skilaboðin eru bjöllur Abhorsensins og Bók dauðans. Frá þessu spinnst svo æsispennandi atburðarás, þar sem að Sabriel leitar föður síns. Á leiðinni kynnist hún kettinum Mogget, sem í raun er hættuleg frjálsgaldravera (þó að hann sé ekki hættulegur svo lengi sem hann er með hálsbandið sitt). Þau bjarga líka fyrrverandi varðliða konungs sem hafði verið breytt í tréstyttu, og kalla hann Touchstone. Augljóslega gerist allt þetta í Forna konungsríkinu. Ég ætla ekki að segja hvernig bókin endar.

Önnur bókin heitir Lirael og á sér beint framhald í bókinni Abhorsen. Þær bækur finnst mér jafnvel enn betri en sú fyrsta, en þar sem ég ætla ekki að segja frá enda hennar get ég eiginlega ekkert upplýst um þessa þar sem að baksagan byggist á Sabriel. Hins vegar hefur Sabriel, eins og áður var sagt, engin bein tengsl við söguframvinduna.



—–Ekki lesa lengra nema þið hafið lesið umtalaðar bækur——
Það hlýst ekkert gott af því


Í enda Abhorsen á sér stað slíkur atburður að framhald er ólíklegt, sérstaklega þar sem að ófyrirleitni hundurinn hverfur á braut og það kemur í ljós að Mogget er einn hinna 9. Vegna þess er í raun óhæft að nota hann aftur. Lirael missir höndina og Sameth er mjög greinilega Veggsmiður. Hins vegar er endirinn rosalega opinn þannig að ég ætla að halda í vonina.

Þó er eitt sem mér fannst vera lélegt hjá honum hr. Nix í Lirael og Abhorsen. Orannis er greinilega yfirborðsbreyting á frumefnisheitinu Úran, og þessi tvö hvel sem honum var skipt virka alveg eins og kjarnorkusprengja. Svo eru frjálsgaldrarnir í loftinu eiginlega bara eins og geislun. Mér finnst þetta aðeins of gegnsætt hjá honum.



—————–Nú megið þið lesa aftur———————-



Mér finnst þær svo frábærar að ég er að hugsa um að þýða þær. Alla vegana, mæli með því að þið lesið þær bara á ensku í bili og gleðilega páska ;)

Kári Emil
Af mér hrynja viskuperlurnar…