Bak við bláu augun Bak við bláu augun


Hér á eftir ætla ég að greina frá fjórðu bók Þorgríms Þráinssonar, Bak við bláu augun.
Sagan segir frá Kamillu sem er á fyrsta ári í M.R. Hún er mjög dularfull og þögul. Hvers vegna er hún svona þögul og einmanna? Nikki bekkjarbróðir Kamillu er staðráðin í að komast að því hvað býr á bak við þessa fallegu stelpu með bláu augun. Skömmu eftir að skólin hófst datt Nikka í hug að fara að skrifa Kamillu bréf sem hann skildi eftir undir borði hjá henni. Í bréfunum var að finna álit hans á henni og það að hann vonaðist til að verða fylgissveinn hennar á stefnumótaballinu sem haldið var nokkrum dögum síðar. Kamilla lenti með strák úr fjórða bekk sem hét Keli. Komst Palli bekkjarbróðir Kela að því að hann hefði stolið dagbókum Kamillu, Palli stal bókunum af Kela og lét Nikka hafa þær. Nikki freistaðist til að lesa þær og komst að ýmsu nýju um Kamillu, t.d. að hún átti tvíbura bróður sem heitir Arnar og er haldin taugasjúkdómi og að mamma þeirra hafði dáið þegar þau voru 10 ára gömul. Pabbi þeirra hafði sökkt sér í drykkju og kenndi þeim um að mamma þeirra hefði dáið.
Samband Nikka og Lilju er ekki í góðum málum, hann vill hætta með henni en hún ekki með honum. Um jólin bíður hún honum með sér og fjölskyldu sinni til Krítar en hann hættir við á seinustu stundu. Af því að honum langar meira að vera heima og heimsækja Kamillu en að fara með Lilju til Krítar.
Á aðfangadag bankar ókunnugur maður uppá hjá Kamillu. Hann færir hanni bréf frá mömmu hennar, bréfið hafði verið skrifað sex árum fyrr og í bréfinu stóð að Kamilla ætti að fara í banka og ná í annað bréf sem væri þar og í því væri mikill sannleikur sem hún ætti rétt á að heyra. Pabbi Kamillu komst að þessu og var á undan henni að ná í bréfið þannig að Kamilla fékk það ekki og sagðist hann vera búinn að brenna það. En Nikki hjálpaði Kamillu að reyna að finna bréfið og fann það á endanum inni á skrifstofu pabba hennar í fasteignasölunni sem hann vann hjá. Þegar Nikki kom heim til Kamillu með bréfið voru hún og Arnar farin. Nikki fann hálf klárað bréf frá Arnari til Kamillu á gólfinu og í því stóð að hann héldi að hann væri að deyja. Þá datt Nikka strax í huga að Kamilla hefði ætlað að láta draum Arnars ræstast og fara með hann á Esjuna. Nikki fór í flýti á eftir þeim upp að Esju og náði hann þeim þar og sýndi hann Kamillu bréfið frá mömmu hennar, í bréfinu stóð að Baldur væri ekki pabbi þeirra heldur maður að nafni Tómas Michel. Nikki fékk Kamillu og Arnar til að koma með sér niður af fjallinu og koma þeim heim til þeirra. Nokkrum dögum síðar hringdi Kamilla í Tómas og skýrði honum frá því að hann ætti tvö börn á Íslandi en hann var búsettur á Spáni, hann býður þeim til sín í viku heimsókn og lofar að reyna að koma Arnari til læknis sem gæti hjálpað honum til bata.