Ég las ritverkið Vesalingarnir eftir Victor Hugo. Ákaflega vel skrifuð saga og maður dettur alveg inní hana og finnur til með persónum bókarinnar.
Hún gerist á Frakklandi á 19.öld rétt eftir frönsku byltinguna. Þá eru mjög skiptar skoðanir um stjórnarfar í landinu. Sem gott dæmi má nefna Gillenormand og Maríus þeir höfðu mjög skiptar skoðanir.
Bókin er aðalega um þrælkunar fangann Jean Valjean. Hann er alltaf að reyna að bæta sig en lögin eru á eftir honum allan tíman vegna þess að hann gerðist brotlægur aftur. Svo er hún líka um persónur sem hann hittir á lífsleiðinni. Þetta eru margar sögur sem fléttast saman því lengra sem að þú lest í sögunni.
Victor Hugo leggur mikið upp úr því að láta leshendan skilja sálarástand persónanna. Til dæmis þegar Jean Valjean er í vandræðum hvort að hann eigi að gefa sig fram fyrir lögregluna til að bjarga lífi saklaus manns, eða að segja sig ekki fram og bjarga sínu eigin lífi. Það er mjög tilfinninga þungt og mikið um lýsingar á sálarástandi hans.
Þegar að maður les þetta ritverk þá þarf maður að vera vel vakandi og taka eftir smáatriðunum. Vegna þess að þau munu skipta sköpun síðar meir í sögunni. Höfundurinn lætur mann sífellt minnast atriða sem gerðust fyrr í sögunni.
Persónur sögunnar eru mjög áhugaverðar og margar sem skipta miklu í sögunni. Hann skýtur oft inn nýjum persónum án þess að maður veit afhverju. En svo kemur samahengið seinna í sögunnni.
Jean Valjean var þrælkunarfangi í 19.ár fyrir að reyna að stela brauðbita. Þegar að hann losnar úr fangelsi, fær hann ekki svefnpláss nema hjá biskupnum. Góðvild biskupsins fylgir honum alveg út söguna og hann stal kertastjaka biskupsins til minningar um hann. Sem að hann gætir vel. Hann er alltaf á flótta undan lögunum vegna þessa kertastjaka. Fer hann svo lítils bæjar eftir það og stofnar glerverksmiðju. Kallar hann sig þá Madeleine og verður fyrirmyndarborgari. Verður síðan kosinn bæjarstjóri. Hann er þá orðinn mjög ríkur. Svo fattar lögregluforingi hver hann er og eltir hann á röndum út söguna. Fer Jean Valjean á stöðugan flótta og svo hittir hann Fauchelevent sem að hann hjálpaði fyrr í sögunni. Býr með honum í nunnuklaustrinu og kallar sig Fauchelevent líka.
Fantína var gáfuðust og fallegust af vinkonum sínum. Svo var ástmaður hennar mjög föngulegur. En þegar að hann fer frá henni breyttist allt til hins verra. Eignast hún svo barn hans, hana Cosettu. Hún fer til heimbæjar síns og skilur á leiðinni Cosettu eftir hjá Thérdenardier fólkinu. Fékk hún sér svo vinnu hjá Madeleine, en var rekinn vegna þess að þótti mikið hneyksli að hún ætti barn utan hjónabands og þá rak kerlingin í kvennadeildinni hana. Eftir það neyddist hún út í vændi vegna fátæktar evtir að hún var búin að selja hárið og framtennuranar sínar. Svo tekur Madeleine hana að sér. Hún deyr svo seinna.
Cosetta er dóttir Fantínu. Thérnardier fólkið fara illa með hana svo að hún verður ófríð. Á flótta sínum tekur Jean Valjean hana að sér vegna loforðs við Fantínu. Fer hann mjög vel með hana og þykir honum ótrúlega vænt um hana, að hún verður mjög falleg.H’ Seinna kynnist hún svo Maríusi, þau verða ástfangin og giftast.
Maríus er einn af þessum persónum sem koma bara allt í einu inní söguna. Hann er einlægur og gáfaður. Hann er talinn endurspegla Victor Hugo á yngri árum.
Herra Térnardier er tákn illsku og græðgi í sögunni. Fyrst fór hann með illa með Cosettu. Svo reynir hann að drepa Jean Valjean. Hann er alltaf að reyna græða peninga og oftast á kostnað annara.
Þessi bók er vel við hæfi bæði stráka og stelpna. Það er bæði rómantískir kaflar og bardaga. Allir sem hafa gaman að heimsbókmenntum, sagnfræði og þjóðfélagfræði verða að lesa þetta ritverk. Vesalingarnir eru taldir endurspegla þjóðfélagið í frakklandi eftir frönsku byltungunni.
Það er mikill pólitískur boðskapur með sögunni, sósíalískur þá helst svo er líka mikið lofað lýðveldinu. Helst minnist ég þessarar þrusu ræðu: “Borgarar! Nítjánda öldin er mikil, en sú tuttugasta verður hamingjusöm. Þá fer lífið ekki lengur eftir gamla laginu. Þá þarf ekki lengur að óttast landrán eða vopnaða keppni þjóðanna, eða lykkju á leið menningarstarfsins vegna konungagiftinga, eða erjur milli tveggja trúarbragða, sem stangast eins og hafrar á hengiflugi óendanleikans. Þá þarf ekki framar að óttast hungursneyð, eða það að hinn sterki níðist á hinum veika, að konur gerist skækjur af neyð, að menn séu fátækir af atvinnuleysi, eða að barsmíðar og rán af tilviljun einni eigi sér stað í skógi atburðanna. Það mætti næstum segja svo, að engir atburðir verði framar. Við verðum öll hamingjusöm. Mannkynið fer eftir lögbundinni braut sinni, eins og jörðin fer eftir sinni braut, og þá verður samræmi aftur komið á milli sólarinnar og stjörnunnar. Sólin mun snúast um sannleikan, ein og hnötturinn um ljósið.” Helsti boðskapur sögunnar er að við verðum að skapa betra þjóðfélag. Allan vega þá.
Titillin á frummáli er Les Misérables. Hún var fyrst gefin út árið 1862. Íslenska þýðingin kom fyrst út árið 1927. Torfi H. Tulinius bar þýðunguna saman við frummálið, jók við og lagfærði eftir ástæðum. Íslensk þýðing eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Uglan íslenski kiljuklúbburinn gaf hana út árið 1989 í reykjavík.