Gallabuxna klúbburinn er rosalega góð bók og meira að segja er að koma mynd um bókina ;)

Bókin fjallar um fjórar stelpur sem hafa verið saman síðan þær fæddust. En þetta sumar verður allt öðruvísi. Þær eru allar að fara hver í sína áttina. Nema ein, hún verður eftir heima og kynnist stelpu sem er með hvítblæði. Ein fer til pabba síns og hann er komin með nýja ljóshærða fjöldskyldu. Ein fer í sumarbúðir og er að deyja úr ást og sú síðasta fer til ömmu sinnar og afa og verður líka ástfangin í lokin! En þær eru allar að reyna að láta þetta allt saman ekki gerast! Áður en þær fara, nokkrum mánuðum áður minnir mig, fara nokkrar að kaupa föt og þá sér ein þessar buxur og langar í þær. Þær eru mjög einfaldar í útliti, ekkert spes en henni finnst að hún EIGI að kaupa þær. Svo daginn áður en þær fara sér ein þeirra þessar buxur og vill máta þær og svo máta þær allar buxurnar og þær fara öllum rosalega vel (þær eru allar mismunandi í vexti) og þeim finnst þetta vera töfrabuxur, svo þær ætla að senda hver annarri þessar buxur, fyrst fær þessi þær svo þessi o.s.frv. Svo í lok sumarsins ætla þær að skrifa hvað þær gerðu um samarið í þessum buxum á skálmarnar á buxunum.

Ég mæli með þessari bók.

KV.