Stelpa stattu á þínu eftir Tricia Kreitman

Stelpa stattu á þínu er bók aðallega fyrir stelpur. Þetta eru reynslusögur og Tricia segir síðan hvernig best er að ráða sér út úr þeim. Þarna getur maðu fengið ráð við því hvort foreldrar ofverna þig, ótímabærri þungun, nauðgunum, misnotkun og fleiru. Þetta er skemmtileg og auðlesin og fróðleg lesning því að maður lærir sitt hvað í leiðinni.

Tricia vinnur hjá unglingatímariti og er hún með svona'neyðarlínu' eða vandamáladálk þar sem hún hjálpar ungu fólki í neyð.

Hér á eftir verður ein reynslusaga úr bókinni sem ég fann á netinu.

***Ég átti í alvarlegu sambandi við strák frá því að ég var 15 og þangað til ég var 17 ára. Hann sleit því og ég var mjög einmana á eftir. Það leið um það bil ár þar til ég treysti mér til að fara út með öðrum en ég varð mjög glöð þegar Danni bauð mér í partý. Við skemmtum okkur vel og síðar um kvöldið keyrði hann mig heim en einhvern veginn enduðum við heima hjá honum.
Þegar hann bauð mér inn vissi ég nokkurn veginn hverju hann bjóst við, en ég ætlaði bara að fara inn, fá einn drykk og fara svo heim. Hann var ekki sáttur við það. Ég gat ekki fengið hann til að hætta að káfa á mér og þegar ég sagðist ekki vera tilbúin til þess að sofa hjá honum svona fljótt reiddist hann. Hann sagði að við hefðum þekkt hvort annað svo lengi (sem var satt) og spurði af hverju ég hefði viljað fara út með honum fyrst ég var ekki tilbúin til að sofa hjá honum. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég vissi bara að því meiri þrýstingi sem hann beitti mig, því minna langaði mig að sofa hjá honum.
Karólína, 19 ára

Í vinnu minni sem ráðgjafi hjá unglingatímaritunum er póstkassinn hálffullur af bréfum á borð við þetta. Stúlkur, og ekki aðeins þær sem eru 13 og 14 ára, eru oft beittar miklum þrýstingi af kærustum sínum sem reyna að fá þær til að sofa hjá sér miklu fyrr en þær vilja í raun og veru. Venjulega kemur að úrslitastundinni þegar strákurinn segir þessi sígildu orð: “En ef þú elskaðir mig í alvöru…” Þessi orð eru mjög árangursrík því stúlkan þarf ekki að vera gædd miklu ímyndunarafli til þess að skilja þá þöglu hótun að ef hún láti ekki undan sé hann farinn.
***

Hérna er ein saga úr bókinni og svona er bókin upp byggð af einhverju leyti.

takk fyrir

saga