Albúm er skáldsaga eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem meðal annars hefur skrifað bókina Ljúlí, Ljúlí sem sumir kannast kannski við.

Albúm er frekar auðlesin, venjulega er bara hálf blaðsíða skrifuð, og þá byrjað um miðja blaðsíðu, nokkuð svipað og þetta væri texti fyrir neðan mynd í myndaalbúmi.

Sagan segir frá lífshlaupi ungrar stúlku, frá því að hún er smákrakki og þar til hún lýkur menntaskóla.
Kynntar eru margar persónur, þar sem að söguhetjan flytur oft þegar hún fylgir móður sinni til nýs eiginmanns.
Mesti gallinn við bókina fannst mér að hún endar eiginlega ekki, það vantar eitthvað til að fylla hana.
Annars er sagan frumleg, skemmtilega skrifuð og full af skemmtilegum uppákomum, s.s. karate æfingum, stjúpbróðirnum frá Svíþjóð, litlum stríðum og skammarstrikum.

Milli línanna sést að sagan sýnir hvernig söguhetjan áttar sig á sjálfri sér og umhverfi sínu, en frá því að hún er barn hefur hún öðruvísi skoðanir á umhverfinu og setur sjálfa sig í hóp sem fáir aðrir komast inní.

Skemmtileg bók sem kom mér mjög á óvart, mun lesa fleiri bækur eftir höfundinn.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche