Lemony Snicket - Bíómynd Nú hefur Jim Carrey fengið Jude Law og Meryl Streep til að leika í kvikmynd sem að hann fram leiðir. Myndin kemur til með að heita Lemony Snicket og verður hún gerð eftir bókum Daniel Handlers.

Bækurnar sem að oft eru stimplaðar sem barnabækur en eru í rauninni fyrir alla eru:

1. The Bad Beginning
2. The Reptile Room.
3. The Wide Window
4. The Miserable Mill
5. The Austere Academy
6. The Ersatz Elevator
7. The Vile Village
8. The Hostile Hospital
9. The Carnivorous Carnival
10. The Slippery Slope (Kemur út 23. September í Bandaríkjunum.)

Bækurnar fjalla um munaðarleysingjana Violet, Klaus og Sunny Baudelaire sem að eru á flótta undan hinum illa Count Olaf og illum áformum hans um að ná af þeim auðæfunum sem að foreldrar þeirra létu eftir sig .

Fyrstu tvær bækurnar hafa verið þýddar á íslensku og kallast þær Illa byrjar það og Skriðdýrastofan. Óvíst er hvort að fleiri bækur verði þýddar vegna dræmrar sölu hinna tveggja.

Bækurnar eru skrifaðar frá sjónarhóli höfundarins Lemony Snicket sem að er á stöðugum flótta.

Einnig hefur komið út á ensku The Unauthorized Autobiography by Lemony Snicket þar sem að reynt er eftir bestu getu að svara öllum þeim spurningum sem að koma upp í hugann við lestur bókanna.

Ég hvet alla til þess aðfara á þessa mund þegar þar að kemur.

www.lemonysnicket.com ATH ekki linkur gerið bara c/p.

Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.