Alkemistinn, eftir Paulo Coelho.

Sælt veri fólkid, nú sit ég hér fyrir framan tølvuna og skrifa mína fyrstu grein sem ég hef ákvedid ad birta á veraldarvefnum. Ég hef aldrei verid mikill ritgerdarmadur en hef samt sem ádur áhuga á ad midla áliti mínu á thessu ritverki áfram til ykkar bókaorma, í von um ad thad gæti gefid ykkur jafn mikla ánægju og hún gaf mér.
Bókin er skrifud af brasíliska rithøfundinum Paulo Coelho og var fyrst gefin út árid 1988. Hún heitir á frummáli: O Alquimista, eda á ísl. Alkemistinn. Sem er fornt nafn yfir hina svokølludu gullgerdarmenn.
Bókin segir frá piltinum Santiago, spænskum dreng sem leitar ómedvitad, og svo seinna medvitad ad sjálfum sér og fjarsjódnum sem hann hafdi dreymt marga drauma um. Fyrst í søgunni er honum fylgd sem hjardsveini, hann ferdast thar ad leidandi mikid og hefur mikid ómengad nædi til drauma og sjálfskodunar. Ýmislegt verdur til thess ad hann ákvedur ad fylgja thessum draumum sínum, eda ørlagakosti. Ørlagakosturinn er leid sem hann fer til ad ødlast sitt eigid algleymi í formi visku og alheimssýnar.
Hann selur hjørd sina og heldur af stad í hid langa ferdalag Ørlagakostsinns alla leid til Egyptalands. Thessi leid er løng og strøng, oft er hann á mørkum uppgjafar en thá er hann teymdur áfram af ørløgum sínum í formi vísbendinga sem honum er svo edlislægt ad lesa úr. Honum er hjálpad af fólki sem veit hver ørløg hans eru og í thví sambandi er samband hans vid Alkemistan alveg einstaklega frædandi og fridsælt.

Ástin, hrædslan, fridsemdin, náttúran, frelsid, thrautsegjan og ørlagakosturinn gefur einfaldlega svo góda sýn í alheimstannhjólin ad mér leid næstum thví eins og ég skildi thetta allt saman.
Ég vil einfaldlega ekki segja meira um thessa bók, ef thid hafid tækifæri, tíma eda áhuga á ad lesa hana mæli ég eindregid med thvi.
Med von um góda heilsu og gódan lestur. drdan.