Fyrir tveim dögum lánaði vinkona mín mér bók sem henni datt í hug að ég vildi kannski lesa. Ég tók að sjálfsögðu við bókinni, fór heim og fékk mér kaffi á meðan að ég byrjaði á bókinni.

Bókin heitir Falskur Fugl og er eftir Mikael Torfason. Bókin fjallar um strák sem að er 16 ára og kominn á kaf í dóp og rugl. Vandræði lífs hans byrjuðu einn dag tveim árum fyrr þegar að hann kom að eldri bróður sínum sem að hafði svipt sig lífi. Þetta tók að sjálfsögu mjög á foreldra hans og mamma hans var sett á geðlyf, og því hefur allt heimilishald verið í rugli síðan.

Fjölskyldan kennir Jóni efnafræðikennara um því að líklega nauðgaði hann Gulla (bróðirinn) áður en hann framdi sjálfsmorðið. Og var Addi (aðalsöguhetjan) rekin úr skólanum fyrir að berja Jón með stól.

Í bókinni segir Addi á átakanlegan hátt frá lífi sínu og skoðunum sínum á heiminum, sem að eru svona nokkuð brenglaðar enda er hann í vímu meiri hluta bókarinnar.
Sagan gerist um jólin og reynir Addi til dæmis að drepa Jón, hefna fyrir nauðgun á vinkonu sinni og koma að stað hverfaslag. Allar lýsingar eru fremur grófar og ógeðslegar á köflum, sorglegar annar staðar og grátbroslegur sumsstaðar.

Bókin ,sem er frá árinu 1997, dregur nafn sitt af draum sem Adda dreymir alltaf og er Addi í draumnum í hlutverki Indíána sem að ber nafnið Falskur Fugl.

Þetta er snilldarlega vel skrifuð bók og maður fær mikið út úr því að lesa hana.
Er svona öðruvísi en flestar aðrar og er lýsing á öðrum heimi sem að flestir reyna að forðast :cD

Persónur:
ADDI: Aðalsöguhetjan.
Hörður: Besti vinur hans
Júlli: Næst besti vinur hann
Pabbinn
Mamman
Magga: Vinkona Adda
Gulli: Bróðir Adda, dáni
.. og svo ýmsar aðrar sem ég man ekki eftir í augnablikinu

SATTA