Dýragarðsbörnin eftir Kristjönu F. er ævisaga hennar frá því að hún var sjö til svona sextán ára aldurs. Kannski kannist þið við þessa bók því að þetta var dáldið mjög umtöluð bók á sínum tíma fyrir hvað hún þótti vera svo opin en þessi bók sýndi hvernig eiturlyfjaheimurinn var og því miður er.

Kristjana átti heima út í sveit þangað til hún varð sjö ára. Þá flutti hún til Berlínar sem þá var skipt niður í tvo hluta. Heimilislífið var ekki sem best. Faðir hennar drakk ótæplega og lamdi hana ef hún gerði eitthvað rangt af sér og það endaði með þvi að foreldrar hennar skildu. Kristjana flutti til móður sinnar. Aðeins ellefu ára fór hún að reykja hass og éta einhvern óþverra. Þegar hún varð 13-15 fjármagnaði hún neysluna með því að stunda vændi. Reyndar var hún ekkert ung í þeim brasa því að sumar stelpur voru aðeins 11 ára, jafnvel yngri. Hún varð heróín fíkill og reyndi að drepa sig þó nokkrum sinnum. Í lokinn komst hún út úr þessu helvíti og þá sagði hún tveimur blaðamönnum sögu sína. Hvernig hún sökk alltaf dýpra og dýpra í hið forláta fen eiturlyfjanna.

Endilega lesið þessa bók. Það gæti sýnt ykkur hvernig þetta er. Hvað fólk leggur á sig til að fá annan skammt. Hvernig hún reyndi að drepa sig og hvernig hún fjármagnaði þetta. Þessi bók er alls ekki fyrir viðkvæma. Ég gat ekki sjálf á köflum lesið þetta. Þetta er fíkn dauðans og ef þú vilt vit hvernig er að komast í þessa vímu og losna aldrei úr henni lestu þessa bók.