Vigdís Grímsdóttir hefur skrifað margar fallegar og hrífandi bækur en sagan um Gauta vin minn er fyrsta barnabókin sem hún samdi og í henni skrifar hún töfratexta sem engan á sinn líkan í íslenskum bókmenntum.
Ég hef lesið bókina tvisvar áður valdi hana vegna þess hversu skemmtileg hún er og hefur að geyma fallegan boðskap.
Það gerist dálítið undarlegt á afmælidag Gauta sem leiðir til þess að hann ferðast um undraheima með vinkonu sinn Beggu og þar lenda þau í ýmsum ævintýrum.

Sagan gerist í Reykjavík nútímans.
Gauti er fimm ára strákur sem býr með mömmu sinni á Njálsgötunni. Pabbi Gauta er farinn til himna og Gauti man óljóst eftir honum.
Á fimm ára afmælisdag Gauta gerðist dáltítið undarlegt, hann fann nefnilega auga þegar hann var í göngutúr með mömmu sinni. Þetta reyndist vera töfra auga.
Gauti situr uppi í gluggakistu ( eins og hann gerir á hverjum mánudegi þegar mamma hans fer í vinnuna) og vinkar Beggu, sem er fullorðin kona, og biður hana um að koma inn. Hann sýnir henni augað og það byrjar að ljóma. Augað fer með þau í gula heiminn. Guli heimurinn er heimur þar sem aðeins litlir englar eiga heima í og í honum er ómögulegt að ljúga. Það er ómögulegt vegna þess að öll orð sem eru lygi fara upp í loftið og verða gráleit. Þar hitta þau engil sem heitir Anna María og hún hefur óhlýðnast foreldrum sínum með því að fara út á gula engið sem er stranglega bannað að fara á. Hún er villt þegar þau hitta hana en þau sýna henni veginn heim til sín. Þau fengu svo að bragða á gulu svíni sem var einstaklega bragðgott. Svo eftir máltíðina lokuðu Gauti og Begga augunum og þegar þau opnuðu þau voru þau stödd aftur á Njálsgötunni.
Þau ákváðu að hittast aftur næsta mánudag og athuga hvort augað færi með þau í fleiri ævintýraheima. Begga kom aftur til Gauta og augað tók þau svo sannarlega á vit ævintýranna. Í þetta sinn fór augað með þau í bláa heiminn. Í bláa heiminum var allt blátt og í honum ríkti mikill kærleikur og mikil gleði.
Þau hittu þar tvíhöfða landamæravörð sem hét Manni, hann sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði einu sinni verði venjulegur strákur með eitt höfuð og “svolítið” stór eyru. Vinir hans höfðu strítt honum á stóru eyrunum en sáu svo strax eftir eftir því og vildu biðjast fyrirgefningar. En þá lét Manni reiðinni ná yfirhöndinni og rödd inni í honum sagði honum að hefna sín og berja vini sína, sem hann gerði. Og þá var hann skipaður landamæravörður, hausinn á honum klofnaði í þá Reiði og Fúla sem alltaf voru ósammála. En þegar Manni fór að segja þeim Gauta og Beggu þessa sögu, þá loks voru hausarnir tveir á sama máli og hættir að rífast og vera fúlir. En það var eitt í viðbót sem þurfti til þess að leysa Manna úr álögum og gera hann að venjulegum dreng aftur. Gauti og Begga þurftu að segja honum sitthvort leyndarmálið sem þau höfðu engum sagt áður. Gauta leyndarmál var vondur draumur sem hann dreymdi á hverri nóttu , um að mamma hans væri tekin frá honum.
Beggu leyndarmál var að þegar hún var ung eignaðist hún stúlku sem hún kallaði Birtu. En sá sorglegi atburður gerðist að Birta litla dó vöggudauða og síðan hafði ekki liðið sá dagur í lífi Beggu sem hún hugsaði ekki um Birtu í fangi sínu.
Við þetta losnaði Manni úr álögum og varð nú aftur að hamingjusömum drengi sem fór heim í þorpið sitt. Hann bað vini sína fyrirgefningar og allir urðu glaðir.
Begga og Gauti héldu nú aftur heim. Næsta mánudag fór augað ekki með þau í ævintýraheim heldur til eiganda síns. Og viti menn eigandi augans var draumamaður Gauta. Draumamaðurinn útskýrði fyrir þeim Gauta og Beggu að allir ættu sér draumamann, sem réðu draumum fólksins.
Draumamaður Gauta hafði fyrir slysni misst augað sitt og Gauti hafði fundið það á undan honum. En nú vildi hann fá augað sitt aftur. Hann sagði þeim líka að guli og blái heimurinn væri draumur og ekki væri víst hvort þau Gauti og Begga myndu muna eftir hvort öðru þegar þau mundu vakna. Hann lofaði að laga drauminn hans Gauta.
Þegar þau vöknuðu eftir drauminn mundi Gauti alveg eftir Beggu en hún óljóst eftir honum.
Begga er sögumaður og segir söguna í fyrstu persónu.

Það er fallegur boðskapur í sögunni, bæði úr gula og bláa heiminum. Það á ekki að ljúga, óhlýnðast eða láta reiði sína bitna á öðrum.
Einnig segir sagan frá einstöku og fallegu sambandi fullorðinnar konu og barns.
Það var erfitt að lýsa sögunni en hún er bæði yndislegasta og ljúfasta saga sem ég hef nokkurntíman lesið.