Skuggasjónaukinn. Eruð þið búin að lesa bækur philips Pullman um lýru og félaga?
ég er búinn að tæta þær í mig eins og brjálæðingur og finnst þær snilld. Þessu hafa allir gaman af. ég las hana á nokkrum dögum(hún er doðrantur)og mamma og bróðir minn sátu um hana alveg frá fyrsta degi. Hún er bókstaflega eithvað sem mætti líkja við Harry Potter(sem eru líka snilldarbækur eins og ég hef sagt í einni grein hér)og er þokkalega snilldarleg. ég meina sko lýsingarnar geta verið óvægnar svo þetta er ekkert fyrir unga krakka, sjáið tildæmis í fyrstu bókinni þegar bardaginn milli ísbjarnanna fer fram, eða í annari þegar annar will drepur þið vitið hvern ef þið lesið bækurnar. þú byrjar að lesa og síðan geturðu ekki hætt.
Ég las tildæmis við hvert tækifæri sem gafst. Þetta er sannkölluð fantasía og sú er snilldarleg.
þetta er allsekki bara einhver barnabók…
þetta er við allra hæfi( nema barna einsog ég sagði).
Og ég meina það.
mamma las hana líka… og yngri bróðir minn.
Pullman hefur sannarlega nóg ímyndunarafl.
allavega alveg jafnoki Harry Potter fynnst mér.
sérstaklega vil ég segja að allar þrjár bækurnar eru jafn góðar.
Það er nákvæmlega ekki neitt verra við fyrstu en aðra eða aðra við fjórðu.