Ég hef undanfarin ár haft það að markmiði að lesa allar bækur sem að Halldór hefur skrifað og það er alveg það sama með þær sem að ég hef lesið af þeim að þær eru alltaf jafn góðar.
Það sem að mér finnst best við þær er að þær eru fyrst og fremst lýsing á raunveruleika sem að gæti vel átt við okkur og við getum alveg sett okkur inn í. Lýsingarnar í smáatriðum fá mann til þess að upplifa sig sjálfann á staðnum og maður fær tilfinninguna ekki bara fyrir söguaðstæðum heldur tíðarandanum líka.
Fyrsta sagan sem að ég las eftir hann var Íslandsklukkan. Mér fannst sögupersónan Jón Hreggviðsson vera hvað merkilegastur fyrir það hversu vel honum tókst að aðlaga sig að hvaða aðstæðum sem er. Ekki virtist það vera mikið tiltökumál fyrir hann að það ætti að fara að taka hann af lífi. Það eina sem að hann hafði á orði var að þetta hlyti að vera aftaka fyrir fína fólkið þar sem að hann var látinn í svo snyrtileg föt og baðaður.
Gefur manni þá hugmynd að ekki hafi verið mikið sem að blessaður maðurinn lifði fyrir. Hann tók einn dag fyrir í einu og lifði lífi tækifærissinnans.
Hann var í raun leiksoppur örlaganna og þvældist inn í atburðarrás háttsettra manna er komu að landsmálunum. Hann er að mínu mati persónugerfingur þeirra manna sem að strituðu daginn út og inn rétt til þess að skrimta og komast af. Það er nefninlega ekki svo langt síðan að þetta var svona hjá meirihluta þjóðarinnar.
Snilldarverk verð ég að segja og heldur manni við efnið allann tímann.