Bókin sem ég skrifa um er B10 eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hún var gefin út af Máli og Menningu árið 2001. Bókin er 198 bls. og fjallar um 14 ára stelpu sem heitir Hallgerður og er að reyna að vinna verðlaun fyrir bestu kristilegu hegðunina í fermingarfræðslunni. Mamma hennar er dáin og pabbi hennar er í stjórn golfklúbbsins Kúlunnar og þarf að útvega styttu af ljótasta manni
sögunnar, stofnanda klúbbsins. Pabbinn gerir það en styttan brotnar og það er Hallgerði að kenna. Svo hún þarf að „redda” nýrri styttu en það gengur ekki vel og á endanum búa þau til styttu sjálf.

Hallgerður er aðalpersónan í bókinni. Hún er 14 ára og er að fara að fermast. Besta vinkona hennar er Sonja. Hallgerður á eina litla systur sem heitir Bríet.
Sonja er besta vinkona Hallgerðar. Hún er 14 ára og er líka að fara að fermast. Mamma hennar er flugfreyja og hún hefur farið út um allt og á helling af fötum. Sonja á einn lítinn bróður sem er 9 ára og kallaður Lilli. Pabbi Hallgerðar er Bjarni Jónsson. Hann er í stjórn golfklúbbsins Kúlunnar og hefur lítið vit á „kvennadóti” eins og miðum á fötum og ýmsu fleira. Hann er u.þ.b. fertugur en það kemur aldrei fram í bókinni.
Bríet er litla systir Hallgerðar. Hún er 11 ára og er alger OFviti. Hún er gáfaðri en Hallgerður og sennilega flestir aðrir líka. Hún ætlar að verða læknir þegar hún verður stór.
Eddi er frændi Sonju. Hann er u.þ.b. 25 ára og á við meiriháttar offituvandamál að stríða og er í eilífri megrun. Getur orðið frekar pirraður á Lilla þegar hann er að passa hann. Hannes og Bogi eru strákar sem stelpurnar eru skotnir í. Þeir eru báðir 14 ára. Bogi á pabba sem sér um útfararþjónustu.

Mér finnst þessi bók alveg ótrúlega fyndin af því að brandararnir eru frábærir, höfundurinn er skemmtilegur og hún er vel skrifuð. Það ættu allir að lesa hana og flestir myndu hafa gaman að.