Milljón holur*spoiler* Milljón holur er ein besta bók sem ég hef lesið og ég ætla hér að segja frá þessari snilldarbók. Þessi bók fjallar um 13 ára strák sem heitir Stanley Yelnats, og er mjög óheppinn. Fjölskylda hans er mjög fátæk og pabbi hans vinnur við að finna út hvernig á að endurnýja gamla íþróttaskó. Einn daginn var Stanley að ganga undir brú, þegar hann fékk gamla, illa lyktandi íþróttaskó í hausinn. Hann tók skóna og ákvað að fara með þá til pabba síns, sem gæti kannski notað þá í vinnunni. Hann byrjaði að hlaupa, en þá kom lögreglan, og handtók hann. Það kom í ljós að þetta voru gamlir í þróttaskór af hafnaboltastjörnu, sem áttu að verða seldir á uppboði, og gróðinn átti að fara til góðgerðarmála. Þá héldu ýmsir að Stanley hefði stolið skónum. Hann fékk að velja hvort hann færi í fangelsi, eða í búðir við Grænavatn. Þar sem að Stanley hafði aldrei áður farið í sumarbúðir, ákvað fjölskyldan að hann skyldi fara til Grænavatns. Í búðunum á Grænavatni var í rauninni ekkert vatn, vatnið hafði gufað upp fyrir 110 árum og vatnsbotninn var orðinn að eyðimörk. Það var ætlast til að þeir vöknuðu klukkan hálffimm að morgni og grófu eina holu á dag sem átti að vera einn og hálfur metri á breidd og það sama á dýpt. Þetta voru sem sagt þrælabúðir. Stanley kynntist Zero sem varð vinur hans, en einn daginn fengu þeir nóg og struku. Auðvitað var engin leið að þeir lifðu af í eyðimörkinni án vatns svo en þið verðið að lesa bókina til að ita hvernig hún endaði. Ég mæli með þessari bók og ég gef henni fimm stjörnur af fimm mögulegum! Þið verðið að lesa þessa bók hún er æði!!!

Bjorkbaun