æi, þetta áhugamál er í mikilli lægð svo ég ákvað að skrifa grein um litla bók sem ég var að klára í dag! =)

Bókin sú heitir “Eldhús” og er eftir unga japanska stúlku sem heitir Banana Yoshimoto. Ég skal alveg viðurkenna að ég tók bókina bara af því að höfundurinn hét Banana og hún var svo innilega appelsínugul á litinn! en ég get samt líka viðurkennt að ég skemmti mér vel að lesa hana, enda er þetta mjög umtöluð bók, í það minnsta í Japan!

Bókin er í raun tvær sögur í þremur hlutum. Fyrstu tveir hlutarnir tilheyra sögunni “Eldhús” sem fjallar um stúlku sem heitir Míkage Sakúraí og er nýbúin að missa eina eftirlifandi ættingja sinn og flyst til mjög sérstakra mæðgina, Tanabe-mæðginanna, fyrst á eftir.

Síðasti hluti bókarinnar heitir “Mánaskuggi” og fjallar um stúlkuna Satsúkí. Hún hefur líka misst einhvern nákominn sér…

Jæja, mér finnst erfitt að lýsa þessari bók nánar án þess að spoila einhverju, enda er þessi bók ekki nema um 111 bls og ekki í stóru broti. Báðar sögurnar fjalla um hvernig þessar stúlkur takast á við sorgina, ásamt öðrum hlutum, og gera það á mest óvæminn og raunsæjan máta sem ég hef nokkurntíman lesið!

Bókin er auðlesin og skemmtileg, sérstaklega skrifuð og vel þýdd! ég mæli með henni fyrir alla sem vilja lesa eitthvað létt og skemmtilegt! hún er til á a.m.k. 11 bókasöfnum víðsvegar um landið!! svo hefur höfundurinn gefið út aðra bók sem nefnist N.P. og aldrei að vita nema ég skrifi um hana líka… :)

-Arasaka
"