Forðboðna Borgin Höfundur bókarinnar er William Bell. Hún fjallar um sautján ára strákinn Alex sem fer með föður sínum til Peking og þar upplifir hann þá skelfilegu atburði sem gerðust á Torgi Hins Himneska Friðar.

Sagan byrjar þannig að Alex er heima hjá sér að sinna sínu uppáhalds áhugamáli, að mála og búa til tindáta, þegar pabbi hans, Teddi Jackson, kemur inn herbergið þar sem Alex er að störfum og spyr hvort hann vilji koma til Kína. Ástæðan var sú að myndatökumaður CBC í Peking hafði veikst og þar sem faðir Alex starfaði við það sama átti hann að taka við. Alex vildi ólmur fara en það var eitt sem stóð í vegi þeirra feðga, það var skólinn. Ef Alex færi með föður sínum myndi hann missa úr ár í skólanum. En pabbi hans sagðist ætla að redda þessu með því að töfra skólastjórann upp úr skónum. Og það tókst honum! Alex fékk leyfi til að fara, en með einu skilyrði frá sögukennaranum, að halda dagbók alla ferðina og það sagðist hann svo sannarlega ætla að gera.

Þegar þeir komu til Kína tók Eddi,fréttamaður hjá CBC og samstarfsmaður Tedda, á móti þeim.Svo fylgdi hann þeim á Hótel Peking þar sem leiðsögumaður og túlkur þeirra, Lao Xu, var á staðnum.Á þessu hóteli myndu þeir gista á meðan dvölinni stóð. Alex ætlaði svo sannarlega að skoða sem mest á skemmstum tíma en honum vantaði eitt vinsælasta samgöngutækið í Kína, hjól. Pabbi hans leyfði honum að kaupa hjól og nú gat hann skoðað borgina á eigin spýtum. Alltaf er Alex var hjólandi hafði hann myndbandsupptökuvél fasta við bögglaberan til að mynda flest allt sem hann sæi.
Einn daginn hafði borist orðrómur um að stúdentar ætluðu brátt að halda mótmælafund á Tian Anmen torgi. Morguninn eftir er Alex vaknaði var miði á náttborði hans. Hann var frá pabba hans og stóð á honum að hann hefði farið á Tian Anmen torg því þar hefðu hafist mikil mótmæli. Alex fékk sér morgunmat og fór síðan út á torg. Þegar Alex var kominn þangað vildu stúdentar tala við hann því þeir héldu að hann væri fréttamaður vegna útlitsins. En Alex tók samt viðtal við þau og hann varð hálfgerður vinur þeirra enda voru þau ólm í að koma skoðunum sínum á framfæri við fjölmiðla svo þeir gætu dreift því víðar. Þar sem ríkisstjórnin átti í miklum erindum vegna heimsókn eins forseta tóku þeir lítið mark á stúdentunum og sögðu bara í fréttablöð að þeir sköpuðu ringlureið. Vegna þessa varð bara fjölmennara á Tian Anmen torgi þar sem mótmælin stóðu. Daginn eftir er Alex var ný vaknaður leit hann út um gluggann en hann trúði vart sínum eigin augu. Hann horfði niður á torgið en hann hafði aldrei séð jafn marga saman komna á einu litlu torgi. Tilhugsunin ein er alveg fáránleg. Á Tian torginu var ein milljón manns þar saman komin aðeins til að mótmæla og það mestu leiti stúdentar. Alex dreif sig í fötin, greip með sér myndavélina og hljóp út á torg. Þar var hann stoppaður af sömu stúdentum og hann talaði við daginn áður. Þar sem þeir sáu að nú hafði hann myndavél með sér í för svo þeir vildu að hann tæki viðtal við þau. Alex minnti sig á að hér væri hann álitinn fréttamaður og svo tók hann viðtalið. Stúdentarnir sögðu að þeir væru byrjaðir í hungurverkfalli þangað til ríksstjórnin gerði eitthvað í málinu.

Mótmælin urðu sífellt alvarlegri og þangað til einn daginn að ríkisstjórnin ákvað að “hreinsa til” á torginu eins og þeir orðuðu það. Alex var úti á Tian torgi þegar skyndilega sást skriðdreki stansa við einn inngang torgsins því stúdentar neituðu að færa sig. Skriðdrekinn var þar í nokkra stund en svo fór hann. Daginn eftir er Alex var úti á torgi að leita að föður sínum kom heill her með ótal marga hermenn, skriðdreka og brynvarinn bíl. Þeir byrjuðu að drepa mótmælendur með því að skjóta þá eða þeir krömdust undir skriðdrekum eða brynvarna bílnum. Hryllingurinn var hafinn! Þúsundir stúdenta létust af tilgangsleysi. Alex var með Lao Xu sem missti stjórn á sér og réðst að hermönnunum en var drepinn Alex stóð graf kyrr og vissi ekkert hvað hann átti að gera. En hann hefði líklegast verið drepinn hefði ekki stelpa að nafni Xinhua,einn af stúdentunum sem Alex hafði talað við, greip hann með sér inn í húsasund þar sem þau hlupu eins hratt og fætur toguðu. En Alex datt og fékk högg á kálfann vegna þess að einn hermaðurinn sem þau hlupu frá henti kylfu á eftir þeim. Xinhua bar hann þá heim til sín því þar var hann öruggur.

Þegar Alex vaknaði morguninn eftir var hann inni í einhverju ókunnugu húsi sem hann hafði aldrei séð áður. Hann stóð upp og gekk inn eldhúsið. Þar stóð gömul kona yfir vaskinum og var að þrífa eitthvað. En við eldhúsborðið sat Xinhua og um leið og hún sá Alex bauð hún hann góðan dag. Alex sagðist vilja fara sem fyrst að leita föður síns. Hún sagði að það gæti hann gert um leið og hann hefði náð sér á fætinum.

Þegar hann hafði náð sér að nokkru leiti bauðst Xinhua til að hjóla með hann á “che-inu” sínu þangað sem hann ætlaði. Hann þáði það og þau svo lögðu af stað út í kanadíska sendiráðið þar sem Alex taldi líklegast að faðir sinn hefði farið að leita sín. Það gekk á ýmsu allt ferðalagið sem tók þau rúmlega tvo daga. En þegar þau voru næstum komin að sendiráðinu voru of margir hermenn þar nálægt svo þau ákváðu að fara beint út á flugvöll. Við innganginn á flugstöðinni voru þau stoppuð af hermönnum. Xinhua reyndi að ljúga fyrir Alex svo hann fyndi föður sinn og kæmist úr landi en hermennirnir tóku hana bak við eitt tréð og skutu hana en hleyptu Alex í gegn. Þegar hann hafði gengið um flugstöðina í smá tíma fann hann föður sinn heilan á húfi en Eddi hafði haft samband við hann þar sem hann sagðist ætla að dvelja aðeins lengur á hótelinu. En þeir feðgar fóru úr landi heim til Kanada með nóg af fréttaefni fyrir ameríska fjölmiðla.

Mér fannst þessi bók nokkuð góð en aðeins of langdregin. Hún segir okkur margt um það hve gott er fyrir þjóðina að hafa svona mikið lýðræði eins og ríkir hér á Íslandi. Einnig segir hún okkur hvað raunverulega gerðist við þann hryllilega glæpaverknað sem framin var af Kínversku ríkisstjórninni á Torgi Hins Himneska Friðar.