Fyrir tveim mánuðum síðan fór ég á Bókamarkað Máls og Menningar í Smáralind og keypti mér þessa stórskemmtilegu bók. Ég hafði aldrei heyrt um hana áður en hef heyrt höfundum.

Höfundurinn Arthur McCarthy fæddist á Norður Englandi nánar tiltekið í bænum Langford árið 1916. Hann átti erfiða æsku, mamma hans dó þegar hann var fjögurra ára gamall og pabbi hans var alkahólisti. Hann var yngstur af sex systkinum og byrjaði snemma að stelast í skólatöskur eldri systkina sinna. Hann þótti bráðgáfaður og var langt á undan jafnöldrum í námi. Aðeins sextán ára gamall hóf hann nám við heimspekideild Oxford háskóla en undi sér ekki þar og skipti fljótlega yfir á bókmenntadeild. Þá gaf hann út sína fyrstu bók ,,Theoretical Thoughts on Death" gáfu til kynna að hann mjög inflúensaður af Nietzsche. Eftir að hann lauk námi var hann kvaddur í herinn.

Hann þjónaði í Royal Marines í 39th Commando Brigade. Á meðan hann var í hernum skrifaði hann einmitt bókina Fuglinn frá Madagaskar. Hann dó árið í júní 1943 í Orrustu Breta við Þjóðverja um brú hjá smábæ í Lothringen í Frakklandi. Besti vinur hans að nafni
Roger Gregory geymdi bókina hans og var það ekki fyrr en árið 1981 sem David Gregory sonur Rogers og nemi við Cambridge les bókina og uppgötvar meistaraverk.

Fuglinn frá Madagaskar lýsir á ljúfan hátt frá raunum bókmenntanema sem neyddur var til að berjast í annarra manna stríði. Inn í söguna spinnast ástir, örlög og bræðrabönd.