Mig langaði aðeins að segja nokkur orð um einn uppáhalds rithöfundinn minn, John Irving og verk hans.
Hann fæddist í New Hampshire árið 1942 og gekk í University of New Hampshire og vissi frá upphafi að hann vildi verða rithöfundur. Seinna meir skráði hann sig í Evrópsk fræði í háskóla í Vín og notar þá reynslu óspart í bókum sínum. Fyrsta bókin hans gerist einmitt í Vín. Einnig æfði John Irving og þjálfaði síðar meir glímu. (Upplýsingar fengnar á www.amazon.co.uk)
Hann vísar óspart til reynslu sinnar í verkum sínum, eins og í fyrstu bókinni,Setting free the Bears sem gerist í Vín, og oftar en ekki eru aðalpersónur bókanna rithöfundar.
Bækurnar gerast flestar í samtímanum og spanna oftar en ekki alla ævi aðalpersónunnar (enda eru bækurnar oftast 300-800 bls). Má segja að bækurnar fjalli um raunveruleikann í sinni furðulegustu mynd. Persónurnar eru hver annari skrýtnari en þó þykir manni gjörðir þeirra mjög eðlilegar (amk. meðan maður er að lesa). Einnig eru bækurnar oft á tíðum drepfyndnar en Irving hefur samt mjög lúmskan og kaldhæðinn húmor. Oft eru þær samt líka sorglegar, en það fylgir þegar á að fjalla um heila ævi, þá skiptast á skyn og skúrir. Helstu einkenni á bókum hans eru þessi: Húmor, skrautlegar og vel skrifaðar persónur, einhver tengsl við Vínarborg, og oftast kemur fyrir hálf misheppnaður rithöfundur og annar sem á velgegni að fagna í sögunni og einhverskonar íþróttaþjálfari (oftast glímukappi) og áhrifamikill endir. Irving hefur náð svo mikilli leikin í að enda bækur að maður situr gapandi eftir. Honum þykir mikilvægt að enda þær vel eins og sýnir sig í bókinni The Hotel New Hampshire, þar sem velhepnaði rithöfundurinn í þeirri bók segir á unga aldri að hún gæti aldrei skrifað bók sem myndi enda jafn flott og The Great Gatsby. Irving endurspeglar oft viðhorf sín í gegnum persónurnar og eftir að lesa nokkrar bækur fer maður að sjá hvar höfundurinn keumur í gegn.
Fyrsta bókin hans sem virkilega sló í gegn var The World According to Garp eða Veröld Garps eins og hún heitir á íslensku. Hún fjallar um ævi Garps, en hann er sonur mjög sérstakrar konu sem fyrir tilviljun verður að einum stærsta femínistaleiðtoga síns tíma. Garp gerist rithöfundur eftir að stúlkan sem hann er ástfangin af segir að hún gæti ekki gifst neinum nema rithöfundi. Þessi stúlka er dóttir glímuþjálfara(!) Garps. Irving tvinnar svo inní frásögnina hinar skrautlegust persónur eins og ruðningsstjörnuna sem fór í kynskiptiaðgerð og gleymir einstaka sinnum að hún sé orðin kona og hætt í ruðningi. Hún er aðeins ein af þeim skrautlegu persónum sem síðar meir verða skjólstæðingar móður Garps.
Bækur:
Setting Free the Bears (1968)
The Water-Method Man (1972)
The 158-pound Marriage (1974)
The World According to Garp (1978)
The Hotel New Hampshire (1981)
The Cider House Rules (1985)
A prayer for Owen Meany (1989)
Son of the Circus (1994)
A widow for One Year (1998)
The Fourth Hand (2001)
Auk þess hafur hann skrifað bókina My Movie Business um reynslu sína við gerð kvikmynda eftir bókunum The Cider House Rules, The World According to Garp og The Hotel New Hampshire.

Ég ætla hins vegar ekki að fara að rekja söguþráð allra bóka hans hér en vil frekar segja hverjar mínar uppáhalds Irvingbækur eru;

The Hotel New Hampshire
The Cider House Rules
A Widow for One Year
A prayer for Owen Meany

Ef einhver hefur einhverja skoðun á bókum Irving væri gaman að heyra frá þeim.
www.blog.central.is/runin