Nennekkja feisaða eftir Valla Sport hæhæ
ég varað gera ritgerð um bókina Nennekkja Feisaða eftir Valla sport sem íslensku-verkefni og datt í hug að senda hana hingað.
Tek það framm að ég er ekki búin að fá útúr henni og býst ekki bið góðum viðtökum kennara míns ;/ Enda las ég þessa bók ikkertíman í janúar held ég og ákvað að gera ritgerðina auðvelda og bara segja aðeins svona frá henni næstum því einsog ég myndi segja við vini mína =þ



Íslensku - ritgerð
Nennekkja feisaða eftir Valgeir Magnússon


Bókin sem ég ætlað fjalla um er Íslensk unglinasaga, höfundur bókarinnar er hinn landsþekkti húmoristi, Valli sport, sem er annar umsjónarmanna þáttarins ,,Með hausverk”. Þetta er önnur unglingabók Valla, en fyrri bókin hlaut frábærar viðtökur og var ein söluhæsta unglingabókin jólin 2000. Hún heitir ,,Seinna lúkkið”, en þessi bók er sjálfstætt frammhald þeirrar bókar.
Hér er að ræða um alvöru unglinabók, en hún hefur fengið mjög góðar vinsældir um land allt og frábær ummæli lesenda, dæmi :

,,Loksins kemur út unglingabók sem fjallar um eitthvað raunverulegra en fótbolta”
,,Frábært frammhald af Seinna Lúkkinu.Spennandi og raunveruleg saga sem lýsir heiminum einsog hann er.”

Hún er blanda af mörgu, einskonar ásta-gaman-harmar-spennu saga, fjallar um ástina, heiðarleika, kynlíf, traust, vináttu, fíkniefni,skólann, húmor og ofbeldi, lýsir einnig hörðum heimi þeirra unglina sem lenda í ruglinu, alveg frábær blanda!

Bókin fjallar aðallega um 2persónur, Sigrúni og Grétar, kærustupar og æskuvini. Hún gerist í Reykjavík, í nútímanum (bara kringum 2002). Í fyrri bókinni (Seinna lúkkinu) lenda stúlkan og besta vinkona hennar í miklu rugli, fara til Vestmanneyja á þjóðjátíð og verða fyrir hóp-nauðgun, komast í dóp og fleira. En ávalt stendur Grétar með henni og hjálpar henni gegnum eitt og allt.
Í byrjun þessarar bókar eru þau tvö frekar hamingju söm ,eða líta út fyrir það og flest gengur vel, en Sigrún er sífellt að fá svona “flash-back” einsog það var kallað á þann tíma þegar hún var á þjóðhátíðinni og allt fór úr böndunum og er ennþá hálf þunglynd útaf því. Þau eiga í einhverjum rifrildum og hætta saman um stund, vita eiginlega ekki alveg hvort þau eru saman eða ekki, en Grétar ákveður að gefa henni smá tíma, veit vel hvað hún er að ganga í gegnum.
Sigrún stendur í miklum skuldum sem enginn veit af við ekki beint góðann gaur, Sverri, frá því hún var í ruglinu. Hún fær 2mánuði, en tíminn flýgur fljótt og hún er alltaf blönk.
Sverrir verður æfa reiður þegar Sigrún hefur ekki borgað rænir henni og fer með hana eitthvert út fyrir bæinn. En hún nær að hringja í Grétar og hann heyrir hvað gengur á, hringir í föður Sigrúnar og þeir finna þau en þeir voru nú ekki beint eins stórir og sterkir einsog þessi maður sem allann tímann hótaði öllu illu. En á endanum náði Grétar að koma aftan að honum og rotann, og á sama tíma birtist lögreglan, hirti Sverri en Sirgrún, Grétar og faðir hennar sluppu hálf ómeydd.

Aðalpersónurnar eru Grétar og Sigrún, þótt meira sé eiginlega fjallað um vandamál hennar í þessari sögu.
Grétar er frekar rólegur strákur, enginn svaka gúmmíröffari, er bara sá sem hann er þótt hann sé kanski ekki neitt fullkomnlega ánægður með sig. Hann er frekar feiminn, á ekki marga en góða vini og ekkert svakalega vinsæll. Samt er hann frekar hamingju samur á þessu tímabili, sérstaklega með þessa frábæru stelpu sína.


Sigrún er frekar hæglát, hún hefur líka verið að ganga í gegnum erfiða hluti og er frekar þunglynd á köflum, en reynir mikið að fela það. Henni líður frekar oft illa og er mikið hrædd um að öðrum líki illa við hana og að hún komi illa framm, mætti segja að hún væri pínu taugaveikluð en samt alveg rosa góð manneskja og frábær vinur, oft í góðu skapi þrátt fyrir erfiðleika sína. Er líka mjög oft hrædd um að Grétar sé komin með leið á henni og vilji losna við hana, og reynir framarlega í sögunni að hálfpartin láta hann ekki getað farið frá henni með því að reynað gera sig ólétta.
Sólborg er besta vinkona Sigrúnar, en hún flutti til Akureyrar eftir allt ruglið sem þær lenntu í með kærastanum, og lifir þar við alveg hræðilegar aðstæður og er ennþá í dópi! Hún er mjög óörugg manneskja með mjög lítið sjálfstraust og sjálfsálit. Fynnst hún og allt ömurlegt en lifir fyrir kærastann sinn og stundar hálfgert vændi bara til að eiga pening fyrir sig og honum og ,,næsta skammt”. Hún og Sigrún eru alveg rosagóðar vinkonur og halda sambandi alveg einsog þær geta, en Sigrún veit ekki að hún er ennþá í rugli, enda myndi það ganga frá henni.
Ég myndi segja að hér væri búið að búa til frábærar persónur sem passa mjög vel inní þessa sögu, maður gjörsamlega finnur til með og skilur þær í einu og öllu!


Sjálfri fynnst mér þessi bók alveg frábær, og ég myndi segja að hún hafi jú haft þó nokkur áhrif á mig. Ég alveg grenjaði öskraði hló fékk hræðslu kippi og spennu fíling alla söguna. Ég fann svo mikið til með Sigrúni greyinu og setti mig oft í hennar spor, allt svo raunverulegt hvernig hún varað hugsa og allt, maður lifði sig alveg inní
þessa sögu.
Hún er ekki mjög lík öðrum bókum sem ég hef lesið…jú auðvitað hafa flestar unglingsstelpur lesið margar sögur um t.d. svona kærustupar, vináttu, eða spennusögur eða um unglinana sem lenda í ruglinu en ég er vissum að þessi toppi þær allar!
Eins og ég sagði áður hún lýsir alveg einstaklega vel hörðum heimi þeirra unglinga sem lenda í ruglinu, hvernig þeir fást við það, lenda í vondum málum kanski alveg löngu eftir þann tíma sem þeir voru mest í ruglinu, fá svo stuðning frá alveg frábærum vinum, svona eins og Sólborgu og Grétari.

Núna er ég örugglega búin að segja frá svona því flesta sem fólk þarfað fá að heyra til að rjúka útá bókasafn og taka þessa bók, og lík hérmeð þessari ritgerð =)


Ása Björk