Ég hef aldrei skrifað á þessu áhugamáli áður svo ég biðst velvirðingar ef grein mín er eitthvað öðruvísi en aðrar hér og eða einhver hefur áður skrifað grein um þessa bók. Ég las bókina á ensku svo ég kann engin nöfn á íslensku og notast ég því við þau ensku.

Bókin Treasure island, eða Gulleyjan, er eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Hann skrifaði söguna árið 1981 og kom hún fyrst út síðar sama ár.

Á kránni Admiral Benbow vann Jim Hawkins ásamt foreldrum sínum. Sá er sótti kránna hvað mest hét Bill eða Billy bones. Hann var gamall sjómaður sem þótti rommsopinn afar góður. Bill sat gjarnan með glas við hönd og rifjaði upp sögur af sér á sjónum. Jim hafði gaman að Bill og voru þeir ágætis félagar. Dag einn biður bill Jim um að hafa augun opin fyrir öllum sjómönnum. Hann bað hann sérstaklega að hafa augun opin fyrir einfættum manni með aðeins eitt auga. Það var liðinn mánuður frá beiðni þessari og borgaði Bill Jim fyrir á hverjum degi. Þegar Jim var fyrir utan hús sitt kom til hans gamall blindur maður. Maður kallaði á Jim og bað hann að fylgja sér til vinar síns hans Billy. Hann sagði að þeir höfðu verið saman á skipi í gamla daga. Með hótunum tekst manninum að fá Jim til að vísa sér á Bill. Maðurinn, sem reyndist vera kallaður Black dog, og Bill töluðu lengi saman yfir mörgum glösum af rommi. Stuttu seinna var Black dog mætur aftur, hann var kominn til að færa bill ,,the black spot” sem að var einskonar dauðadómur sjóræningja. Bill brá svo við þetta litla blað með enn minni punkti að hann fékk hjartaáfall. Bill var þó ekki allur strax en hann andaðist stuttu seinna í rekkju sinni á kránni. Jim hafði of vakið yfir honum og spjallað við hann. Faðir Jim hafði verið veikur og gaf hann upp öndina kvöldið áður. Bill skuldaði Jim og móður hans pening svo þeir hjálpuðu sér sjálf í kistuna hans. Það var þar sem Jim sá kortið fyrst. Þetta var auðvitað kortið sem sjálfur Flint, versti sjóræningi sem um gat, hafði teiknað sjálfur áður en hann féll frá.

Jæja nóg komið, ég hvet alla til að lesa bókina hún er ekki löng. Hún er mjög skemmtileg í alla staði en það eina sem ég myndi setja útá hana er að mér fannst leitin að sjálfu gullinu frekar stutt. Bókin inniheldur skemmtilegar persónur en þær eru samt ekki of margar þannig að maður ruglast ekki. Bókin er auðlesin og auðvelt að skilja hana og er hún því tilvalinn fyrir alla aldurshópa. Þegar ég var yngir þá sá ég barnaefni sem hét ,,Gulleyjan”, þetta tiltekna barnaefni byggði á sögunni sjálfri og voru þar margir karakterar sem voru í bókinni en þó var sagan öðruvísi. Einnig er til mynd sem heitir The muppets treasure island. Hún byggir einnig á sögunni og hefur hún einni sömu karaktera en sagan er svolítið frábrugðin að sjálfsögðu. Myndin sem er um prúðuleikarana er svona asnalega skondin. Ég hló að henni þegar ég sá hana fyrst en þá var ég svona 13 ára. Bæði í barnaefninu og myndinni var persóna sem bar nafnið Long John Silver eða Langi Jón Silvri en hann er ein aðalsöguhetjan í bókinni og efa ég ekki að margir kannast við þetta nafn. Ég vil mynna á í lokin að það var gerða Disney mynd eftir bókinn en hún hét Treasure planet, hana hef ég ekki séð en þær eiga þó að vera eins í meginatriðum (held ég).

Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."