Fótspor á himnum eftir Einar Már Guðmundsson.

Ég byrjaði að lesa þessa bók í fyrradag og kláraði hana í gær. Ég
gat bara ekki slitið mig frá þessari bók.
Lýsingarnar í henni og sögurnar voru frábærar!
Þessi bók er fyrsta bókin í þriggja bóka seríu. Sem fjalla um
fátækt fólk í Reykjavík í byrjun 19. aldar. Og rekur hann sögu heillrar ættar. Sem byrjar á því að vera sveitafólk sem flytur svo í bæinn. Allt virðist ganga á afturfótum en skemmtileg atvik koma upp. Og getur maður því hlegið vel með í bókinni. Þetta er bók sem dregur mann í söguna. Og lýsingarnar eru það góðar að maður þarf aðeins að loka augunum og þá sér maður sýna mynd af sögustaðnum.
Sagan spannar langan tíma, byrjar á sögu langa langa afa sögumannsins. Og fer niður í alla ættina. Og fleiri persónur.
Í þessari bók kynnir Einar margar frumlegar og líflegar persónur, og segir rekur sögu þeirra.
Persónurnar voru svolítið of margar, og maður ruglaðist því oft á nöfnum til að byrja með.
Ég skemmti mér mjög vel við þessa lesningu og get varla beðið eftir að komast uppí rúm á eftir með Draumar á jörðu sem er önnur bókin í þessum flokki.
Og sé ég frammá að hún sé allveg álíka mikil skemmtun. Frábær bók
eftir FRÁBÆRAN höfund! Sami höfundur og samdi Englar Alheimsins en þetta er einmitt bókin sem hann skrifaði eftir þá bók.
Og gefur henni lítið sem ekkert eftir.

Mæli mjög svo með henni. Mjög vel skrifuð og frábær bók!