Var að lesa Vefarann mikla frá Kasmír í fyrsta skipti um daginn, og varð vægast sagt mjög ánægð með hana.

Hún fjallar í raun og veru aðallega um strák/mann sem heitir Steinn Elliði og stúlku/konu sem heitir Diljá. Þessi saga er að mörgu leyti mjög ólík öðrum verkum Laxness þar sem hún er á margan hátt mjög huglæg. Það sem ég er að reyna að segja er; í raun gerist ekkert mjög mikið í bókinni, heldur er hún meira um hugsanir og tilfinningar sögupersónanna. Það eina sem að mínu mati dregur heldur úr gæðum hennar er það að bókin er mikil trúarádeila, enda gerist aðal söguhetjan kaþólikki, og stundum finnst manni vera alveg nóg komið í guðsdýrkunarlýsingunum.

Einnig má nefna það svona fyrir rauðsokkur nútímans að aðalsöguhetjan hefur sterkar skoðanir á kvenfólki, og eru þær allar heldur neikvæðar. Hann eyðir góðum tíma í að lýsa fyrir lesanda fyrirlitningu sinni á kvenþjóðinni.

Mæli með henni

Eva