Mig langaði bara að deila því með ykkur að ein besta bók sem ég hef lesið er bókin Lord of the Barnyard eftir Tristan Egolf, mér fannst hún einstaklega frumleg og rosalega vel skrifuð.

Bókin fjallar um ungan dreng, eða við byrjum að fylgjast með honum þegar hann er smástrákur. Hann býr hjá mömmu sinni og mamma hans fær heilaæxli og þá koma svona kristilegir meðhjálparar sem eru algjörir hræsnarar og vinna þannig að þeir hjálpa fólki og sölsa svo undir sig öll fjárráð og eignir.
John (aðalsöguhetjan) tryllist á endanum á þeim og gerir allt vitlaust, einnig verður hann mjög geðveikur þegar tíkin hans fæðir andvana hvolpa, hann fer að sjá svona zombie hvolpa út um allt :D.

Hann fer á betrunarheimili og vinnur á einhverjum pramma osfrv svo dag einn kemur hann aftur til heimabæjar síns og fer að vinna sem ruslakall… sem endar með því að hann fær samstarfsmenn sína til að fara í verkfall.
Bókin er alveg sprenghlægileg og ég veinaði af hlátri þegar ég var að lesa hana, þetta hljómar kannski ekki ýkja spennandi en eins og ég sagði áður þá er hún einstaklega vel skrifuð og frábærir karakterar í henni, t.a.m Jeffrey Kuntsler yfirmaðurinn á ruslahaugunum, kolruglaður hardcore gæji sem lemur undirmenn sína með hafnaboltakylfu þegar þeir gera eitthvað vitlaust :D

Ef það kannast einhvern annar við þessa bók endilega látið mig vita…