Ég, Indiya, hef mikinn áhuga á bókum(enda eru þær á áhugamálalistanum mínum) en ég er ekki bara fyrir það að lesa, líka skrifa. Ég er búin að vera að skrifa frá því ég var 11 ára gömul, og hefur þetta alltaf verið mitt uppáhald(fyrir utan tölvuleiki).

Ég er nú byrjuð að skrifa sögu sem heitir Merkisberinn-8 musteri Mísó, en þetta er ævintýrasaga. Hún er um þessa 7 ára stelpu sem heitir Reket (ég samdi öll nöfnin sjálf, bullaði bara eitthvað út í bláinn) en hún er þessi sjaldgæfi Merkisberi. Hlutverk Merkisberans er að fara í öll musteri Mísó, sem er guð lífs og dauða, en þar á hún að kalla á hinar miklu töfraverur: Kera, Gílmit, Sókó, Nemír, Xuna, Rómek og Ílisar, og í áttunda musterinu á hún að ákalla sjálfann Mísó, sem á þá að drepa hinn mikla skaðvald Kímis, en hann er vondi, vondi, vondi kallinn. Það er samt eitt vandamál. Þegar ákallað er Mísó mun hann taka lífsorkuna frá Merkisberanum og þannig koma niður til að drepa Kímis, og ekki eru tvær systur Rekets, Serí og Kassía, ánægðar með það. Þær eiga samt engra kosta völ, og þurfa að fara með Reket í musterin.

Þegar ég var búin að ákveða söguþráðinn og byrjuð að skrifa, fékk ég mér tölvuleikinn Final Fantasy 10, en þá komst ég að því að söguþráðurinn í FFX og Merkisberanum voru ótrúlega líkir. Allir hér á þessari síðu ættu að vita hvað ég meina ef þeir hafa leikið leikinn. En nú eru það aðalpersónurnar sem ég vil lýsa aðeins fyrir ykkur.

Reket: Hún er lítil, ljóshærð með ljósblá augu og virkilega góðhjörtuð og ljúf. Hún er þessi týpa sem er á móti öllu vondu og vill hjálpa öllum.

Serí: Hún er hávaxin ung og falleg kona, 22 ára gömul með sítt, slétt dökkt hár og stór brún augu. Hún er mjög skapstygg og hefur lent í því oft á ævinni að vera særð af mönnum, en hún hefur nú tekið þá ákvörðun að forðast þá þangað til hún er tilbúin til að fara aftur í eitthvað alvarlegt samband.

Kassía: Hún er frekar lágvaxin, með eldrautt, axlarsítt hár og skærgræn augu. Hún er frekar bústin og hefur lent í því að vera höfð útundan fyrir það en hún er góðhjörtuð og ákveðin, þótt sjálfstraustið sé ekki alveg nógu gott. Hún er 16 ára gömul.

Yilar: Hann er ljósálfur sem systurnar hitta á læknasetri. Serí er mjög mikið á móti honum, en þau lenda oft og mörgu sinnum í einhvers konar riflildum, jafnvel þótt það sé smáatriði sem yfirleitt enginn tekur eftir. Hann er hávaxinn, mjög myndarlegur með sítt ljóst hár, skærblá augu og náttúrulega með oddmjó eyru. Hann er 3224 ára gamall.

Kirak: Hann er hávaxinn maður, alltaf klæddur í síða svarta skikkju yfir grænum einkenningsbúningi, og heldur hann á risastóru sverði. Hann er með dökkt, grásprengt hár, grá augu og er hann með stórt ör á hálsinum. Hann er þögla týpan, sem yfirleitt skiptir sér ekki af neinum. Hann er 45 ára gamall.

Samílir: Þessi sögupersóna er dvergur, sonur konungs dvergaborga og er mjög stoltur og hávær. Hann hefur sítt, flókið dökkt skegg og hár og er alltaf klæddur í járnbrynju og er með skínandi járnhjálm á höfðinu.

Kómar og Allisk: Þessir tveir eru tvíburar. Þeir eru báðir skolhærðir, með svört augu og frekar dökka húð, en þeir eru báðir smávaxnir og heldur miklir prakkarar. Þeir ákváðu að fylgja Reket þegar þeir fréttu að hún væri Merkisberinn, en þeir voru að mestu bara að koma með því þeir fengu að fara í indjánaþorpið Narís, en það hafði verið draumur þeirra langa lengi. Þeir eru níu ára gamlir.

Larakaría: Þessi kona er svartálfur, hún er kuldaleg og yfirleitt hreint og beint grimm, en hún og Samílir eru svo sannarlega ekki bestu vinir. Hún er kölluð Lara og er hún með sítt hvítt hár, silfurgráa húð og gul augu, og er hún mjög fögur á að líta.

Þetta eru aðalpersónurnar, en það koma margar aðrar persónur inn í söguna. Merkisberinn á eftir að skiftast í fjórar bækur, og verða þær: Merkisberinn-átta Musteri Mísó, Merkisberinn-Lykill Lífsins, Merkisberinn-Myrkrafylgjendur og Merkisberinn-Hjarta Kímis.
Jæja? Hvað finnst ykkur? Haldiði að þessar bækur eiga eftir að komast út? Ef þið viljið vita eitthvað meira um söguþráðinn, svona aðeins út í smáatriðin, þá er það bara að spyrja.
Mér gengur mjög vel með fyrstu bókina, en hún er komin upp í 99 bls. og er ekki einu sinni hálfnuð! Reket er aðeins búin að komast í eitt musteri og finna Kera. Álit, álit, álit everybody!!:-)