Þetta er ritdómur sem ég gerði fyrir skólann:


Inngangur

Hér á eftir ætla að segja frá bókinni 40 vikur eftir Ragnheiður Gestsdóttur en fyrst segi ég nokkur atriði um hana Ragnheiði Gestsdóttur höfund þessarar bókar.
Hún fæddist 1.maí 1953, ólst upp í Hafnarfirði og Reykjavík, dóttir Gests Þorgrímssonar og Sigrúnar Guðjónsdóttur, næstelst fjögurra systkina. Foreldrar hennar eru bæði myndlistarmenn.
Amma hennar var Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur og afi hennar, Guðjón Guðjónsson, þýddi fjölda bóka og var lengi ritstjóri Æskunnar. Gekk í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan.
Síðar fór hún í myndlistarnám og svo í háskólanám í bókmenntafræði og listasögu við Háskóla íslands og háskólann í Árósum í Danmörku. Hún hefur líka farið á námskeið í handritagerð og leikritun.
Ragnheiður er gift Birni Þór Sigurbjörnssyni skurðlækni og þau eiga fjögur börn. Ragnheiður hefur unnið við kennslu og ritstjórn auk þess að skrifa og myndskreyta bækur.
Ragnheiður hefur skrifað áður bókina Leikur á borði.



Meginmál

Bókin fjallar um 16 ára stelpu (Sunna) sem er að klára 10.bekk í Grunnskóla. Hún er að ljúka loka prófunum og eftir seinasta prófið þann 18.maí á að fara í ferðalag til að upp á að prófin og skólin eru búin. En ferðin er nú aðallega til þess að krakkarnir skemmti sér á réttan hátt og fari ekki að drekka sig full til að halda upp á prófin. En það er ekki lengi sem stendur yfir að fara í þessa ferð, komist er upp um tvo stráka sem svindluðu á stærðfræðiprófunum og hætt er við ferðina þeirra vegna. Krakkarnir hættu samt ekki við að skemmta sér og Sunna og vinkona hennar ákváðu að þær ætluðu út að borða og í bíó seinna um kvöldið en foreldrar Sunnu voru að fara í sumarbústað og hún ætlaði bara að sleppa að segja þeim frá að ferðinni hefði verið frestað og vera ein heima um helgina að skemmta sér. Um kvöldið fara þær vinkonurnar niður í Kringlu og fengu sér að borða á Hard Rock. En það stendur ekki lengur til að fara í bíó þegar þai hitta krakka úr 10.bekknum heldur ákveða þær að fara með þeim niður í bæ. Sumir krakkana eru reyndar orðnir fullir en þær slást samt í för með þeim niður í bæ. Sunna fer með Bigga heim, strák sem hefur aldrei virt hana viðlits en gerir það nú en kannski var það bara útaf því að hann var fullur og Sunnar reyndar líka. Eftir um rúman mánuð fer Sunnu að gruna að hún sé ólétt en er samt ekki alveg viss og ætlar því bara að bíða aðeins lengur eftir staðfestingu á því. Þegar hún fer svo út á land til ömmu sinnar og afa getur hún ekki hugsað sér að bíða lengur eftir staðfestingu á þessu enda komið fram í ágúst og hún búin að bíða frá því um miðjan maí. Hún fer í apótekið inn á Akureyri. Prófið var jákvætt hún var ólétt nú þurfti hún ekki að bíða lengur eftir svari hún var ólétt. Fyrst trúir hún þessu ekki, hún trúir ekki að hún geti verið ólétt finnst þetta bara vera draumur og þorir ekki að segja mömmu sinni frá þessu. En í september veit hún að hún er að fara í Menntaskóla og verður að koma þessu ú úr sér og segja mömmu sinni. Hún segir mömmu sinni það að lokum og mamma hennar fer með henni í skoðun og þær spyrja um fóstureyðingu en það var of seint, fóstrið var of þroskað. Þrátt fyrir það að hún sé ólétt fer hún í menntaskólann. Barnið á að fæðast í febrúar.

Krakkarnir í menntaskólanum eru farnir að horfa mikið á magann á henni sem sem var alltaf að verða stærri. Hún er farin að þurfa að ganga í óléttufötum og það er farið að vera erfiðara fyrir hana að mæta í skólann. Svo gerist það að hún er í Kringlunni og það líður yfir hana, hún er flutt á spítalann og henni er sagt að taka því rólega heima fyrir og fara minna í skólann.
En hún þorði ekki að segja Bigga strax að hann væri að verða pabbi og frétti það því bara í gegnum sameiginlega vini þeirra Sunnu og Bigga. Enþau ákveða nú samt að hittast á kaffihúsi og tala saman. Sunna vildi fyrst ekkert tala við Bigga og fannst þetta bara alls ekkert vera hans barn en snérist hugur þegar amma hennar byrjaði að segja henni frá þeim stóru mistökum sem hún gerði í lífi sínu að fara frá pabba mömmu Sunnu og mamma hennar Sunnu átti víst engan pabba og ekki vildi Sunna gera barninu sínu það.
Þegar það eru svo jól hjá henni fær hún fáar gjafir sem ætlaðar eru henni en hún fær mikið af ungbarnadóti því barnið átti að fæðast í febrúar.
Jólin eru öðruvísi hjá henni en venjulega og hún kemst ekki í kirkjuna á aðfangadag. En svo á Gamlársdag fær hún verki og það þurfti að keyra með hana upp á spítala en þetta var of snemmt til að eignast barnið núna það átti að fæðast í byrjun febrúar en eitthvað lá barninu á og Sunna eignaðist stelpu fyrsta dag ársins eða dagssettninguna 01.01.01. Biggi kom í heimsókn á fæðingarheimilið að sjá litla barnið sitt en trúði því nú varla að hann væri orðinn pabbi. Sunna skoðaði mikið af nafnabókum og Bigga fannst Sunna vera svo fallegt nafn en Sunna vildi ekki láta hana heita alveg eins og mamma sín og lét því skýrða (nefna) hana Sólrún. Í skírnarveislunni komu foreldrar Bigga og þá var það í fyrsta skipti sem Sunna sá ömmu og afa barnsins síns.

Sagan á að gerast í nútíðinni á 40 vikum eins og nafnið á bókinni segir manni. Boðskapur sögunnar er kannski bara sá að maður eigi að hugsa fram í tímann og hugsa hvað maður er að gera.



Lokaorð

Bókinn er vel skrifuð og lýsir vel frá því hvernig líf 16 ára stelpu er. Bókinn er skemmtileg og erfitt að leggja hana frá sér eða mér tókst að lesa hana á 1 1/2 degi. Söguþráðurinn er samt ferkar langdreginn en samt langar manni að lesa meira þegar bókinn er búin.
Mér leiddist aldrei yfir bókinni og það er líklega vegna þess hve vel hún er skrifuð.