Ég hef verið að lesa bækur eftir Jane Austen ýmist á ensku og íslensku, ef ég er svo heppin að finna þær á íslensku. En málið er bara að það er varla hægt að lesa þær á ensku. Sem er ekki skrítið vegna þess að enskan í þeim bókum getur verið og er mjög erfið, að mínu mati. Þess vegna hef ég verið að lesa Hroka og hleypidóma svona sirka 4 sinnum, hún er sú eina sem ég hef í rauninni fundið á íslensku. Mér finnst þetta alveg yndislegur höfundur og alltaf gaman að sjá kvikmyndir eftir bókunum, eins og t.d. Emma og Sense and sensibility. Svo voru líka þættir eftir bókinni Pride and Prejudice(Hroki og hleypidómar) á bbc prime.
Jane Austen sjálf fæddist 16. desember árið 1775 og bjó á prestsetri föður síns, Steventon. Hún bjó þar með fjölskyldunni sinni þangað til þau fluttu til Bath, þegar faðir hennar hætti vinnu, 1801. Eftir dauða föðurs hennar(1805), fluttist hún víða með móður hennar, þangað til þær settust að í Chawton. Þær neyddust seinna að flytjast til Winchester, til þess að geta verið nálægt lækninum hennar Jane. Þar dó hún 18 júlí, 1817. Hún gaf út heilar sex bækur.
Þær eru :

Sense and Sensibility(1811)
Pride and Prejudice(1813)
Mansfield Park (1814)
Emma(1816)
Northanger Abbey(1818)
Persuasion(1818)

Undantekingar eru Lady Susan, The Watsons og Sanditon.

Vonandi hefur þetta komið einhverjum til fróðleiks, ég tek það fram að ég fékk smá hjálp úr nokkrum af bókum hennar :)