Sælir Hugarar

Þegar þessi bók kom út um jólin langaði mig að prófa að lesa hana og sjá hvað öll þessi virleysa snerist um. Þ.e. í kringum Beturokk (aka Elísabetu Ólafsdóttur). Ég meina þessi kona hlaut að vera fræg fyrir eitthvað (og núna eftir að hafa lesið þessa bók skil ég það ekki enn).

Jamm, bókin fjalla semsagt um Lísu sem gerist Au Pair hjá einhverju íslensku fólki sem býr í Brussel. Lísa þessi er mikill djammari og það er einmitt það eina sem hún gerir í þessari blessuðu bók, djammar. 98% bókarinnar eru um djammlíf hennar, hún fer út, verður full, hittir einhbvern gæja, gerir það með honum og vaknar svo á einhverjum stað sem hún kannast ekki við allveg að drepast úr þynnku. og svo endurtekur þessi atburðarás sig aftur og aftur….

Hin tvö prósent bókarinnar fara í:
a) Hún er í bílnum með krökkunum sem hún er að passa að hlusta á barnakasettur með þeim.
b) Hún er á einhverju sýrutrippi úti í skógi að hlusta á Björk og ímynda sér að allir þessir textar séu um sig.

Þegar ég var næstum því hálfnuð með bókina þá gafst ég upp og lokaði henni. Það var hvort eð er alltaf það sama sem hún gerði og ég sá ekki fram á að það ætti eftir að breytast neitt. Ég gef henni samt plús fyrir að minnast á og hrósa þeim þrælgóða diski “Without You Im Nothing” með Placebo.

En svona þegar maður telur saman alla kostina og gallana þá eru gallarnir miklu meira en helmingi fleiri en kostirnir svo að haldið ykkur frá þessari bók, hún er ekki góð.

Kv.
Birta
“don't dream it….. be it!!”