Ég hef svo oft tekið eftir því þegar ég les bækur, að unglingarnir eru hafðir með svo svakalega unglingaveiki, pirraðir og fúlir og leiðinlegir við yngri systikini. Sjálf er ég unglingur, og ég á ekki við neinn svona vanda að stríða, og þar sem ég umgengst unglinga á hverjum degi, ætti ég að vita hvernig við erum. Og það er svona 1 af hverjum 10 sem á við eitthverja alvarlega pirr-veiki að stríða.
Þetta fer stundum í taugarnar á mér, því að það er eins og höfundarnir séu að ýta undir það að krakkar almennt séu svona. Og þegar ég var yngri og las bækur eins og Binna, þá var stóra systir hennar alltaf svo leiðinleg við hana. Ég á stóra systir og hún hefur alltaf verið góð við mig, og ég reyni að vera góð við mín yngri systkini.
Ætli þessir höfundar áætli ekki bara að svona séu flestir unglingar, og að unglingar hafi gaman af að lesa um krakka eins og þau. En þá er einfaldlega ráðið að skrifa bækur um aðeins mýkri og skemmtilegri unglinga, eins og við flest hin erum.

En ég vil nú samt nefna eina bók sem er áberandi ekki svona, heldur er stelpan þar bara eins og aðrir unglingar, stundum pirruð, en voða lítið og reynir að vera góð við alla, og hefur gaman af að skemmta sér af og til og hanga með vinum en líka fara í ferðalag til afa og ömmu með fjölskyldunni. Þetta er bókin 40 vikur, og ég held að nánast allar stelpurnar í skólanum mínum hafi lesið þessa bók, og við stelpurnar vorum að tala um hana og það barst í tal að stelpan í bókinni hefði líka verið svo eðlileg. Bara eins og fólk er flest, eða unglingar eru flestir!

Ég hef lokið máli mínu:)