Hæ,hæ ég ætla að segja ykkur frá þrem geðveikum bókum eftir skemmtilegan höfund sem heitir Jaqueline Wilson, þessar 3 bækur eru sérstaklega höfðaðar til stelpna á aldrinum 12 og upp úr.

Þessar bækur fjalla allar um sömu stelpuna Ellie, hún er 14 ára í þeirri fyrstu en 15 ára í þriðju, Ellie er bara tíbísk unglingsstelpa sem finnst hún vera gegt feit og ljót og miklu ófullkomnari en allar hinar stelpunar, í fyrstu bókinni er talað um Ellie sem hefur alldrei átt kærasta en langar gegt í, en svo fer hún í sumarbústað með pabba sínum og fóstumömmu sinni (önnu en mamma hennar er dáin) og egg litla bróðir sínum.
Í sumarbústaðinn kom vinafólk pabba hennar og Önnu þau eiga strák sem heitir Dan og Ellie og Dan slá upp í gegt misheppnað samband en Ellie segir vinkonum sínum (Magda og Nadine) að þetta sé gegt sætur gaur í nýustu tísku, en það reynist ekki satt hjá henni. Vinkonurnar sjá hann seinna og skella upp úr af hlátri. Meira um þetta samband í næstu bók.

Í annarri bókinni fjallar þetta mest um þegar Ellie fer í megrun og fær búllumíu eða hvernig sem það er skrifað, Ellie reynir ótrúlegustu hluti til að megra sig en mér skilst að það gangi ekkert allt of vel, Ellie byrjar að fara í sund á hverjum morgni fyrir skóla(Magda og Magda ákveða að gera þetta báðar) en Magda gefst mjög fljótt upp en Ellie kynnist stelpu sem er einu ári eldri og heitir Soe hún og Ellie eru báðar gegt góðar í myndmennt og mála saman. En aftur að sundinu þær æfa af miklu kappi en brátt verður Zoe svo mjó að það er nánast hægt að telja í henn rifbeinin, Ellie upphvötar að Dan er byrjaður með' nýrri stelpu sem er rúbbístelpa, en aftur að Zoe. Í lok bókarinnar er Zoe komin með Anorexíu og er kominn inn á geðdeild og er beisluð við rúmið, öllum gestum er bannað að heimsækja hana en Ellie fær það að þrjósku sinni. Ellie segist ekki skilja hví stelpur eru að gera sér þetta.


Í þriðju bókinni er sagt frá að Ellie megi vera úti mjög stutt (til 9) því pabbi hennar segir að það sé hættulegt að vera lengur út því þá er komið fram að myrkri, en Ellie fer með Magda og Nadine á Stelpudag í flowerfields-kringlunni en þegar þær fara að snæða á mc-donald þá tekur Ellie eftir svaka sætum gaur sem er að teikna Ellie, hún roðnar gegt svo að stelpurnar fatta að hann sé að teikna hana. Ellie heldur enn fram að hún sé lítil og ljót svo hún trúir þessu varla, svo fara magda og Nadine heim en strákurinn sem heitir Russell og Ellie eru enn saman, þau fara að dútla í kringum hvort annað í grasagarðinum.

Ég mæli með að allar stelpur og kannski líka strákar lesi þessar bæku
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá