Hér er bók fyrir þá sem hafa orðið fyrir að lenda í uppeldi sem tengst hefur drykkju foreldra…ég persónulega fékk mikið út úr þessari bók sem sýnir mynstrið sem börn alkahólista lenda í og lifa með.Þessi bók er skrifuð af félögum í Al-anon samtökunum og fæst þessi bók á hinum ýmsu Al-anon fundum og á Skrifstofu Al-anon,hægt er að nálgast lesefnið líka á vefnum auðvitað en íslenska slóðin er www.al-anon.is(upplýsingar um lesefni og samtökin)
Það er margt í þessari bók sem hreyfði við mér og mæli ég með að þeir sem eru gefnir fyrir sjálfsþekkingu og forvitni kíki á þessa bók.Hún gaf mér mikið að hugsa um og ýmsar tilfinningar vöknuðu sem maður er búinn að loka á.Þetta sýnir manni hvernig maður kann að loka á tilfinningar sínar,en að kynnast þeim á ný er undarlega gaman.Erfitt en gaman.Fyrir þá sem þora að kanna sjálfa sig þá mæli ég með að taka fyrsta skrefið að athuga með þessa Bók,óþarfi er að þekkja mikið til samtakanna og mestu skiptir að vilja kanna sjálfan sig og tilfinningar sínar.Datt í hug að segja frá þessari bók því hún hafði mikil áhrif á mig.Takk Fyrir
-BReak the rules before they break you:)