Ágætu hugarar.

Það er ekki að ástæðulausu að fólkið sem vinnur á bókasöfnunum er stundum stúrið og virkar leiðinlegt. Ég mun hér skilgreina það nánar af hverju það getur stafað:

1) Þjófnaðir úr bókasöfnum eru algengir og af spjalli mínu við starfsfólk nokkurra safna þá er algengasti þjófahópurinn á aldrinum 14 - 18 ára. Það er vissulega ósanngjarnt að dæma svona heilan hóp en þetta er jú einu sinni þeirra háttur á því að koma í veg fyrir þjófnaði að einhverju leiti. Einnig er mjög algengt að einstaklingar á þessum aldri taki safngögn að láni, klippi út myndir eða jafnvel skili gögnunum í tætlum en þræti fyrir að hafa skemmt gögnin. Reyndar þekkist það í öllum aldurshópum að menn þræti fyrir skemmdir og það versta er að maður getur líklegast aldrei sannað skemmdir á lánþegar nema að maður hafi verið síðastur með bókina og hún hafi þá verið í heilu lagi.

2) Stundum er um að kenna starfsanda í bókasöfnunum og við vitum það sem höfum unnið á nokkrum stöðum eða eigum fleiri en einn vinahóp að þegar mórallinn(vinnu eða vina) er farinn að versna að þá versnar framkoman út á við. Það er t.d. gaman að pæla í því þegar maður fer í sjoppur að ef afgreiðslan er vinaleg og jákvæð að þá eru miklar líkur á að mórallinn sé góður í þeirri sjoppu. En það er líka til að ákveðnir einstaklingar séu þannig gerðir að þeir séu fýldir við þá sem þeir þekkja ekki og virki þar af leiðandi dónalegir.

3) Vegna skrifa um að foreldrar séu að taka út bækur á kort barna sinna þá eru það skýrar reglur í bókasöfnum að börn yngri en 16 ára mega ekki taka ákveðnar gerðir af bókum. Ef börnin vilja bækur sem eru “ekki ætlaðar þeim” þá er um að gera að láta foreldrana taka bækurnar. Einhvers staðar verða að draga mörkin. Þetta er eiginlega eins og að það er bannað að selja fólki yngra en 18 ára tóbak. (þó að þetta sé mjög lélegt dæmi)… Ástæðan fyrir því að svona reglur eru settar er sú að börn undir lögaldri má ekki skamma eða beita sektum nema með leyfi foreldra. Þess vegna falla sektir á foreldrana þegar þeir gangast í ábyrgð fyrir safngögnum.
Svo er ein regla sem sumt fólk á ákaflega erfitt með að skilja og það er þetta með ábyrgðina. Þú tekur bók á þitt kort en ekki á kort maka, barns eða foreldris. Þessi regla er eingöngu til að koma í veg fyrir að ef t.d. um er að ræða kort fyrrverandi maka, kort barns því að foreldri er á bannlista eða kort foreldris sem fengið er í óleyfi og sektir fara að hlaðast upp á það. Reglurnar eru ekki ástæðulausar.

4) Viðskiptavinir bókasafna eru margir hverjir besta fólk. En inn á milli eru viðskiptavinir sem eru með uppþot og almenn leiðindi út af nánast engu. Það er fólk sem kemur og ætlast til að ákveðin gögn séu til staðar en fer í gríðarlega fýlu þegar svo er ekki. Einnig eru svoleiðis viðskiptavinir undantekningarlítið þeir sem verða fúlir og jafnvel brjálaðir þegar þeir þurfa að borga sektir, útlánagjald á einhverjum gögnum eða jafnvel bara árgjald í bókasafninu.

Sjálfur hef ég aðeins komið að Bókasafni Hafnarfjarðar því að konan mín vinnur þar. Ég hef einnig tekið að mér afleysingavaktir núna þegar mikið er um forföll og hef ég nú þegar kynnst megninu af flórunni. Ég verð að segja að skeggjudómar ykkar sumra á stétt þeirra sem vinna í bókasöfnum eru verulega ósanngjarnir og veit ég að á sumum söfnum er vinnuaðstaða til háborinnar skammar þó að það sé ekki raunin í Hafnarfirðinum, enda starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar oftast í léttu skapi og stutt í brosið. Ég hvet ykkur til að hugsa málið aðeins áður en þið sláið svona föstu.