J.K. Rowling J. K. (Jo) Rowling fæddist í Chipping Sodbury í Bretlandi árið 1965
Jo flutti tvisvar í barnæsku. Fyrst flutti hún frá Yate til Winterbourne. Jo, ásamt systur sinni og vinum, lék sér á götum Winterbourne. Vinir hennar, systkini, hétu einmitt Potter að eftirnafni! Í seinna skiptið flutti hún til Tutshill. Jo elskaði að búa út á landi og eyddi miklum tíma í að ganga ásamt systur sinni um hagana og meðfram ánni Wye. Það eina sem var ömurlegt með nýja staðinn var nýi skólinn hennar.

Tutshill Primary School var lítill og fornlegur. Skólaborðin voru meira að segja enn með áföstum blekbyttum. Kennarinn hennar, Mrs Morgan, Skelfdi hana. Fyrsta skóladaginn skellti hún tölfræði prófi á Jo, sem hún fell á, fékk 0,0.Það var ekki það að Jo væri heimsk, heldur hafði hún einfaldlega aldrei lært brot. Þannig að Jo var sett í borðaröð til hægri við Mrs Morgan. Jo fann fljótlega út að nemendunum var skip í sæti eftir því hversu klárir þau væru. Jo var í heimskingjaröðinni, svo langt til hæri að þú gætir ekki farið lengra, nema kannski með því að sitja á leikvellinum.

Jo fór svo úr Tutshill Primary í Wyedean Comprehensive. Hún var þögul, freknótt, nærsýn og léleg í íþróttum (hún braut meira að segja á sér handlegginn í íþróttum) Hún var sem sagt alger lúði! Uppáhalds fagið hennar var Enska og önnur tungumál.

Jo tók ritun fram yfir allt annað. Fyrsta sagan sem hún sem hún skrifaði var um kanínu sem hét Rabbit(í:kanína) Hann fékk mislinga og fékk þess vegna heimsóknir frá vinum sínum, þar á meðal risastórri bjöllu sem hét fröken Býfluga. Hún segir að frá því hafi hana langað að verða rithöfundur, en ekki þorað að segja neinum frá því. Hún var nefnilega hrædd um að fólk teldi hana ekki eiga séns.

Jo skemmti hinum jafn þöglu og lúðalegu vinum sínum með sögum í matartímum. í þessum sögum drýgðu þau hetjudáðir og voru prýtt þori og dáðmennsku. Þegar Jo varð eldri hélt hún sögunum fyrir sjálfa sig.

Eftir skólann fór Jo í háskólann Exter í Devon Þar sem þar sem hún lærði frönsku. Foreldrar hennar vonuðu að með tungumálanáminu fengi hún áhuga á því að starfa sem túlkur, en Jo segir að það hefði aldrei gengið enda sé hún mjög óskipulögð að eðlisfari. Hún hafi varið öllum fundunum í að skrifa niður hugmyndir.

Þegar hún var 25 ára byrjaði hún að skrifa þriðju skáldsöguna, en hún hafði hætt við fyrstu tvær þegar hún sá hversu lélegar þær voru. Ári seinna fór hún til Portúgals að kenna ensku. Það líkaði henni vel, þá hafði hún morgnana lausa til að skrifa. Næsta skáldsagan var einmitt um strák sem var galdamaður.

Þegar hún kom aftur til Bretlands var hún með tösku fulla af sögum um Harry Potter. Hún settist að í Edinburg með dóttur sinni og vann við að kenna frönsku. Hún hafði það að markmiði að klára Harry Potter og láta gefa hana út. Ári eftir að hún kláraði bókina, 1996, gaf Bloomsbury bókina Harry Potter and the Philosopher’s Stone.

”Augnablikið þegar ég frétti að það ætti að gefa bókina mína út var það gleðilegasta í lífi mínu!” segir Jo. Nokkrum mánuðum seinna keypti Bandarískur útgefandi útgáfuréttinn fyrir nóga peninga til að Jo gæti hætt að kenna og helgað líf sitt störfum.

Hugmyndin að galdrastráknum Harry flaug í hug Joanne þegar hún var í lest. Jo sagði að hún hefði ekki verið að einbeita sér að því að þetta ættu að vera galdrabækur heldur hafi bara orðið einhvernvegin. Grundvöllurinn á galdraheiminum var: Hvað ef þetta var nú til í alvörunni?
Jo telur að hún ætti nú enga sérstaka fyrirmynd að bókahöfundi, nema þá kannski The little White horse eftir Elizabeth Goudge. Það var einmitt uppáhalds bókin hennar þegar hún var yngir og byggir einni á galdra í daglegu lífi.

Jo er með öll plottin í bókunum á hreinu og er með þau geymd á leynilegum og öruggum stað.


Jo ætlar að skrifa eina bók fyrir hver ár í Hogwarts, svo að sögurnar verða 7 samtals. Jo hefur verið að skrifa næstum því alla sína ævi og ætlar að halda því áfram þannig.