hæ hæ, ég er að lesa bækur sem heita Ísfólkið. Þið hafið kanski heyrt um þær áður. Nokkrar vínkonur mínar sögðu að þær væru alveg massa góðar bækur, ég var ekki með mikinn áhuga á að lesa þær þá en svo fékk vínkona mín mig til að lesa númmer 1, og hún er ein besta bók sem ég hef lesið! Ég er komin að bók númmer 13 og get ekki beðið eftir að fá að lesa hana. Þessar bækur eru held ég 47 og ég er búin með 12. Númmer eitt var ein sú besta, það er mjög erfitt að segja um hvað þær eru því að það tæki svona nokkra tíma að skrifa það allt. En þetta er í stuttu máli um Silju og Þengil hinn góða sem giftast eftir erfið ár, og svo um ætt þeirra en í hverjum ættlið er ein manneskja sem er bannfærð. Þengill er ekki venjulegur maður heldur einn þeirra bannfærðu. Það var fyrir löngu til djöfull\maður sem drap allt sem var í vegi hans hann og seldi sál sína djöflinum. Þessar bækur eru ÓGEÐSLEGA spennandi og þegar maður byrjar að lesa þær getur maður ekki hætt!!!!!!
Ég er að segja alveg hræðilega illa frá þeim ! En þær eru bestar númmer1,2 og 3 Þar giftast Þengill hinn góði Silju, hún hittir nornina Hönnu og Sunna fæðist ( hún er ein þeirra banfærðu og verðu norn )hún er ein uppáhalds persónan mín!!
Númmer 4,5, eru ekki eins góðar og stundum var ég að pæla í að hætta bara að lesa þær en ekki gera það því að nr,11,12 og 13 eru FRÁBÆRAR!!!! Þar koma frábærar persónur t.d. Villimey!!!
Ég meina það að þið verið að lesa þessar bækur og það sem ég var að segja um bækurnar er frekar illa sagt því að ég get ekki lýst þeim neitt svakalega vel, en þær eru geggt spennandi, dularfullar, og bara bestu bækur sem ég hef lesið og ég mæli með þeim!!!!