Var ég nokkuð einn um það að þykja Laxness svolítið óaðgengilegur við fyrstu sýn. Fyrir nokkrum árum þegar ég réðst fyrst til atlögu að verkum hans dagaði ég uppi á stærðarinnar verkum eins og Sjálfstætt fólk og Gerplu, bitar sem ég nái einfaldlega ekki að kyngja um leið. Ég sem ekki var vanur að veigra mer undan neinni bók gafst þó ekki upp; ég vissi nefnilega vel að Laxness var slunginn og bráðskemmtilegur penni, áhugi minn hafði verið vakin þegar ég las essayurnar hans, þar sem hann lætur móðan mása um ævi sína á yngri árum og hafði ég ákaflega gaman að.
Þrátt fyrir að þykja hann í þann tíð þó nokkuð tormeldur (alls ekki lengur) grunaði mig þó að ég þyrfti aðeins að finna réttan punkt til að fá smá tifinningu fyrir kallinum.
Og hann fann ég svo sannarlega á Vefaranum mikla frá Kasmír: sem ég las og heillaðist gjörsamlega.

Ég las fyrst um baráttu Laxness við þetta verk í æsku í Ungur eg var og grunaði í kjölfarið að þetta svokallaða bernskuverk hans myndi höfða til mín. Laxness segir frá sjálfum sér vera að skrifa sína útgáfu af sögu sem hann var heillaður að í æsku: Inferno eftir August Strindberg. Laxness hafði þótt svo mikið til þess sænska 19aldar leikritar höfundar að hann segir frá því hvernig hann fer alsnauður til Svíþjóðar án þess að kunna málið til þess eins að feta í fótspor Strindbergs, þótt honum hafi ekki orðið mikið ágengt.
Alla vegna ekki á annan hátt en þann að þá skaut fyrst vísir að sögu sem seinna varð að Vefaranum mikla frá Kasmír.

Ég fór því réttu leiðina að verkinu og byrjaði á því að lesa Inferno. Vakti athygli mína að aftan á kápunni er sagt frá því að Inferno hafi haft áhrif á fleiri höfunda og mátti til að nefna ásamt Halldóri, Einar Már með sögu sinni Englum Alheimsins.
Því Inferno var vissulega áhrifamikil bók. Þegar ég hafði lokið við seinustu blaðsíðuna var ég hálf agndofa, því ég fann vissulega fyrir áhrifunum sem Halldór segir frá. Og þegar ég var tilbúin með Vefarann í kjöltu til þess að pæla mig í gegnum hann líka lá við að ég veigraði mér. Mig grunaði nefnilega að þarna í fangin á mér lægi sagan sem ég vildi hafa skrifað. Ef ég myndi lesa Vefarann myndi það hamla mér að túlka mína eigin sögu þar sem viðfangsefnið væri svipað: Það þykir ekki fínt að herma eftir Laxnesi.

En ég var of forvitinn og spenntur og lét því tilleiðast og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Ég gat auðveldlega unað Laxnesi heiðurinn að skáldsögunni “minni” þar sem ég sá um leið að engum hefði farist það betur úr hendi en honum að gefa heiminum söguna um hann Stein Elliða og Diljá. Ég var sáttur.

Sagan fjallar um persónu, ekki atburði, svo sterka að hún heldur auðveldlega uppi heilli bók.
Steinn Elliði er margslunginn persónuleiki sem sagan fjallar um þótt hún sé oft skrifuð út frá sjónarhorni Diljár. Mér finnst hann oftar en ekki vera tákngervingur samvisku heimsins einmitt á þessum tíma um og eftir Fyrri-Heimstyrjöldina, þessa togstreitu sem bærist í honum og fær útrás á hinn ýmsan hátt. Steinn er nefnilega svo fullkomin maður; Hann getur allt, hæfileikarnir drjúpa af hverju strái, allt sem hann tekur sér fyrir hendur er vel að verki staðið og það er ekki til það áhugamál sem hann hefur ekki sokkið sér algerlega ofaní og gefið sál sína fyrir. En hann finnur ekki sjálfan sig, innanum allar þessar gáfur sem hann hefur umfram aðra menn veit hann ekki hvað hann sjálfur ætti að tileinka sér, svo eirðaleysið heltekur hann. Hann er mjög hverfullyndur og jafn fljótur og hann er að hrífast og tileinka sér er hann að úthýsa og afneita. Hann teflir á tæpasta vaði og gerir sér fulla grein fyrir því og kemst upp með það, þar sem fáir finnast þeir geta staðið upp í hárinu á honum.

Diljá á að vera ástin í lífi Steins, því að dæmi skálda og draumhuga sem Steinn telur sjálfan sig tilheyra verður hann að eiga eina alvöru ást til að láta sig dreyma og yrkja um þótt hann sé nú ekki alveg viss hvaða hlutskipti hann mun á endanum velja sér.
Því það er annað sem togar ekki síður í Stein og það er heimspekin í kjölfar þekkingarinnar. Og einhverra hluta vegna kemst hann að þeirri niðurstöðu að trúin á Guð almáttugan sé hið eina rétta, þar sé eina athvarfið: eini raunveruleikinn.
Svo hann heldur út í heim til að kynnast lífinu. Og flækist í allskyns óviðeigandi félagsskap ef svo má segja þegar hann fer að daðra við kaþólsku og klausturlífið og fer gjörsamlega á þess band. Hann fer að stunda hreinlifnað Benediktmunka á meginlandi Evrópu. En þegar kemur að því að hann á að fórna guði öllu er það honum ómögulegt fyrir þær sakir að ástin og lífið heima togar sterkt í.
Steinn á í stökustu vandræðum með sjálfan sig; í honum streitast sterkur vilji að gerast guði auðmjúku þræll og það að láta bara undan freistingunum og standa bara á sama; yfir aðra hafin. En hvorugur valkosturinn er vænlegur því báðir leiða þeir til þess að Steinn yrði að fara í mótsögn við sjálfan sig sem leiðir hann í leiðinda klemmu. Ráðvilltur stefnir hann í lokauppgjör þar sem brugðið gæti til beggja átta.

Alveg afburðar bók sem ég mæli tvímælalaust með.

nologo
…hefur ekkert að fela