Sumir eiga bók eða hafa lesið bók sem tekur öllu fram, sem er svo stórkostleg að maður les hana fimm sinnum, jafnvel oftar! Ég á mér þannig bók, hún heitir Kæri herra Guð þetta er hún Anna. Það kannast sjálfsagt enginn við hana enda er ekki beinlínis nýbúið að gefa hana út! Þetta er ekki guðfræði bók, því að þær eru oftast alveg átakanlega leiðinlegar…þetta er bók um stelpu sem er garðirkjufræðingur, stærðfræðingur, guðfræðingur, skáld og ég veit ekki hvað og hvað. Teikningarnar eru eftir Papas en höfundurinn kallar sig Fynn, en það heitir hann víst ekki í alvörunni. Þetta er frekar löng bók en ég hef lesið hana frá upphafi til enda, þetta er bara hreint rosalega, óumdeilanlega hræðilega, svakalega, frábærlega góð bók sem allir ættu að lesa!Þegar ég las hana fyrst þá var ég 10 ára en núna er ég 11, ekki mikill munur en samt. Þegar ég las hana fyrst þá fór ég að há hágráta! Vegna þess að þessi stelpa náði ekki að verða átta ára, hún lést af slysförum… húnætlaði að bjarga kettlingi sem sat fastur upp í tré, en hún datt niður á járngrindverk og dó, húndó ekki strax en á endanum dó hún, þetta fékk svo á mig að ég fór að gráta, pabbi minn tók bókina og sagðist ætla að geyma hana fyrir mig. Þessi bók er sannsöguleg og það finnst mér mest ótrúlegt við hana því að þessi stelpa var bara hreint undrabarn! Ég mæli eindregið með henni!!