Ég er búin að vera lesa Gyllta áttavitann eftir philip pullman og er að hendast í að lesa þá næstu á eftir í þessum þríleik. Í byrjun þá tók ég þessa bók á bókasafninu fyrir eldri dóttur mína. Endaði á að lesa hana sjálf þegar ég varð uppiskroppa með lestrarefni. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því.

Svo er það hann Terry Pratchett vinur minn. Ég virðist bara ekki geta fundið neinar bækur eftir hann. Er búin að lesa 7 af hans bókum en þær eru nú ekki beint að liggja á lausu út um allt. Af hverju ekki!!!! Hérna er ég að tala um bókasöfnin…(ég veit ég veit ég á að kaupa þær :p) Það virðist vera hægt að finna allt annað á þessum söfnum, af hverju ekki Pratchett?.

Rusl! Ég komst að því eftir að hafa lesið Tolkien að “ruslbókmenntir” (dæmi hver um sig) eru alveg nauðsyn eftir svona lestur. Það eru fáar bækur sem toppa bækurnar hans og því nauðsynlegt að trappa sig niður í kröfum :).

Ég er reyndar mikill aðdáandi “ruslbókmennta”. Ágætis afþreying og skilur lítið eftir sig. Kannski ekki rétt að kalla það ruslbókmenntir…. Mér dettur í hug konan sem sagði við eina vinkonu mína eftir að hún sá ísfólkssafnið hennar… “Noh mín bara í lágmenningunni”. Hreinasta móðgun að sjálfsögðu. Og hverjum er ekki sama þó það sé lágmenning í augum einhvers annars.. ENTERTAINMENT hmm er það ekki málið. Allt er þetta afþreying.